Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 63

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 63
EIMREIÐIN 151 bókstaflega." Þetta eru ekki mín °rð. Hins vegar er þessi ummæli að finna í tilvitnun minni í um- rasddan ritdóm Finns Magnússonar [Studia Islandica, bls. 47). Dómar framantaldra merkis- rnanna skulu nú athugaðar í ljósi rannsókna minna á henni, en ég ðar hana gaumgæfilega saman við óönsku og þýzku þýðingarnar, er sera Jón fylgdi, og að sjálfsögðu e*nnig við frumtextann enska. Komst ég að þeirri niðurstöðu, að séra Jón hefði eigi aðeins „náð nieginhugsunum Miltons" (eins og Rask orðaði það), heldur hefði öonum í ríkum mæli — og það er vitanlega miklu erfiðara og skiptir enn meira máli — tekizt að flytja yfir í íslenzkuna, eigi aðeins fjugsanir frumtextans, heldur einn- rg anda hans. Ennfremur leiddi snmanburður minn í ljós, að þá °nákvæmni og þær úrfellingar, sem f'nna má í þýðingunni, megi yfir- |eitt rekja til dönsku og þýzku þýð- lnganna, ekki sízt hinnar fyrr- nefndu. Ber þess vegna að fagna því, að séra Jón fékk í hendur þýzku þýðinguna áður en lengra Var komið þýðingu lians. Ennfrem- nr komst ég að þeirri niðurstöðu nieð samanburði mínum, að þó að sera Jón hefði breytt um bragar- liátt, valið fornyrðislag í stað hins enska blank versc, er á þeirri tíð Var algerlega óþekkt á íslandi, og öefði vafalítið þá eigi skoðast þar sem skáldskapur, þá hefði hann e'gi getað fengið Jjýðingu sinni ís- ienzkt Ijóðform, sem hæft hefði öetur háfleygu efni hennar, anda °g blæ. Lít ég því svo á, að um það hafi hinum gáfaða og stórlærða manni, Rask, brugðizt bogalistin, er hann fann þýðingunni það til foráttu, að séra Jón hefði snúið henni undir fornyrðislagi. A liinn bóginn er Jjað laukrétt athugað hjá séra Sigurði (enda hafa aðrir komist að sömu niður- stöðu), að Jjað var hin snjalla þýð- ing Benedikts Gröndals á Musteri tnannorðsins eftir Pope, er gerð var undir fornyrðislagi, sem, góðu heilli, varð séra Jóni til fyrirmynd- ar, er hann hóf Jjýðingu Paradisar- missis, og síðar, er hann færðist í fang annað stórvirki með Jjýðingu sinni á Messiasarkviðu. Bæta má Jjví við, að dr. Jón Þorkelsson skrif- ar mjög skemmtilega og hressilega, eins og honum var lagið, um val séra Jóns um bragarhátt í Jjýðingu sinni í samanburði við enska brag- lagið blank verse, í hinni merku og fróðlegu ritgerð sinni aftan við úr- valið úr kvæðum séra Jóns í Minn- ingarritinu um hann. Um málfarið á þýðingunni komst ég, við samanburð minn, að Jjeirri niðurstöðu, að þar liefði séra Jóni tekizt með miklum ágætum, bæði hvað varðar lifandi samlíkingar og hugarflug Miltons, og einnig um orðfærið sjálft, sem í Jjýðingunni, eins og í frumritinu, samsvarar há- fleygri hugsun skáldsins, og svip- merkist af tign og virðuleika, lát- leysi og hreinleik. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu um niðurstöður minar. En í fáum orðum sagt, bar Jjar allt að Jjeim brunni, að þýðingin væri langt yfir það hafin að vera aðeins „lausleg þýðing“, eins og Finnur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.