Eimreiðin - 01.05.1964, Page 65
EIMREIÐIN
153
efni ritað af hispursleysi og mikilli
nærfærni. Leynir það sér eigi, að
séra Jón hefur orðið maður kyn-
sæll, margt merka manna og
kvenna af honum komið. Er sá
arfur mikilvægur, en jafn sönn eru
þessi ummæli séra Sigurðar:
„En dýrmætasti arfurinn er þó
annar og meiri. Og hann verður
ekki fundinn í niðjatali og ættar-
skrám, neins konar, þó að nafn
séra Jóns Þorlákssonar stæði þar
yfir hverri opnu. Hann geymist í
andlegum afrekum hans sjálfs, list
nans og íþrótt, orðsnilld hans og
strengjataki, öllu þessu, sem hann
gaf löndum sínum og þjóðin held-
ur áfram að eiga og unna með
sögu sinni, tungu og trú til hinzta
dags.“
í seinni hluta umrædds kafla er
þá einnig, með mörgum tilvitnun-
um, sýnt deginum ljósar, hversu
mikils séra Jón var metinn af mörg-
um samtíðarmönnum sínum, og
getið víðtækra áhrifa hans, en þar
koma þýðingar hans sérstaklega til
greina, enda fer séra Sigurður rétti-
lega um þær eftirfarandi orðum:
„Ahrif þeirra urðu mest og örlög-
ríkust. Þar settust yngri samtíðar-
höfundar og eftirmenn Jóns Þor-
lákssonar að fótum meistarans og
námu málfar hans og tungutak.“
En það efni hefur dr. Jón Þorkles-
son rannsakað sérstaklega, eins og
lesa má um í fyrrnefndu minn-
mgarriti hans um séra Jón. Er það
einnig löngu viðurkennt, og verð-
ur seint fullþakkað, hve mikill
brautryðjandi í bókmenntum vor-
um hann var með þýðingum sínum
úr erlendum málum.
En hann var sem aðrir menn
barn síns tíma og hefur því sem
skáld eðlilega goldið þess, að „tím-
arnir breytast og mennirnir með“
í þeim efnum sem öðrum, og margt
þess vegna úrelt orðið í skáldskap
hans, þó að ýmislegt úr honum lifi
enn góðu lífi. Séra Sigurður liittir
því vel í mark, er hann segir: „En
allur almenningur varð þó liand-
gengari öðrum og léttari kveðskap
séra Jóns. Og þegar fram liðu
stundir þokuðust þeir Milton og
Klopstock smám saman inn í skugg-
ann, en jtjóðin hélt hinu eftir, sem
liægara var með að fara.“
Þegar ég svo, nær málslokum,
renni sjónum yfir umrædda ævi-
sögu séra Jóns í heild sinni, dylst
mér eigi, að hún er mikið verk og
gott, gagnl’róðleg og skemmtileg af-
lestrar, málfarið vandað og áferð-
arfallegt, og öll er frásögnin yljuð
varma djúprar samúðarkenndar.
Hún er skrifuð af mikilli aðdá-
un á söguhetjunni, og ef einhverj-
um kann að finnast sú aðdáun um
skör fram, Jrá er jress að minnast
(og ég segi Jsað út frá eigin reynd),
að séra Jón er margslunginn og
heillandi persónuleiki, þegar mað-
ur fer að kynnast honum, atburða-
rík og stormasöm ævi hans tekur
mann föstum tökum, og ekki fyll-
ist maður síður aðdáun á honum
fyrir varanleg bókmenntaafrek
hans, sem unnin voru við hin and-
vígustu lífskjör, en Jrau verk hans
urðu honum einmitt Jseir vængir,
sem lyftu honum hátt yfir hvers-
dagsleikann og opnuðu honum
heima fegurðar og fagnaðar.
Frá hendi útgefandans, Almenna