Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 68

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 68
156 EIMREIÐIN aftra mér frá því að fullyrða, án minnsta hátíðleika, að leikhúsið, ég á við sviðið og áhorfendasalinn, lilýtur að vera umgjörðin utan um þetta, sent ég kalla sál leikhússins. „Sál leikhússins“. Annað stendur þar ekki skrifað. Enda er það kannski alveg nóg. Getur herbergi, hús, bygging úr sandi og sementi haft sál. Þið mun- uð svara neitandi og ég hef ekki í hyggju að andmæla ykkur. En manneskjurnar, hai'a þær sál? Já, því er fljótsvarað. En er maður- inn ekki forgengilegur rétt eins og t. d. leikshúsbygging? Hvar í mannslíkamanum liefur sálin aðsetur sitt? Kannski í hjart- anu? Nei, það hefur svo mikilvæg- um störfum að gegna að þar er ekkerl afgangs fyrir sálina. í heil- anum? Nei, þar býr hugsunin, vit- ið, sálin hefur ekkert Jsar að gera. I augunum? Vissulega geta augun gefið endurskin af sál, Jtað getur ein lítil handarhreyfing einnig gert. En það er aðeins speglun, end- urskin frá sálinni. En sálin sjálf, hvar er aðsetur hennar. Hvergi. Alls staðar. Sálin er óáþreifanlegust af öllu óájtreií- anlegu. Orð eru undarleg. Séu Jrau end- urtekin nógu oft verða Jrau nálæg- ari, fá sérstaka lögun, útlit, að síð- ustu lit og andlitsdrætti. í daglega lífinu eru það orðin, sem verða tákn hins ósýnilega, loftkennd og óáþreifanleg. En við sífellda notk- un og snertingu við raunverulega hluti verða þau smátt og smátt næsturn efniskennd, myndræn. Eins konar ljósmyndir af hugsun manns og trú. Andi leikhússins. Segi mað- ur: Andi leikhússins, má undir eins sjá, eða J^að geri ég að minnsta kosti, staðreyndir, sem byggðar eru á Jrekkingu okkar á leikhúsinu, grískar höggmyndir, gullið útflúr, J^ögn yfir áhorfendabekkjum, orð, eins og ský á himninum, orð, eins og veður, merking orðanna, orðm eins og máttugur guð, Jtað þýðn' ekki að rétta út hendurnar eftir þeim, reyna að handsama Jsa11- Aðeins augu, eyru, tilfinning og ímyndunarafl áhorfandans geta veitt þeim viðtöku. Skynjunin ein er nógu hárnákvæm til Jiess að taka á móti Jreim og gefa Jjeim líf, svo raunverulegt að nálgast Jjað áþreif- anlega, sýnilega. En Jregar talað er um anda leikhússins getur ]jað líka átt við ótalmargt annað. Andann, sem Jjar ræður ríkjum, viljann, sem stjórnar á bak við tjöldin. Einnig hér hefur hið ytra útlit áhrif á skynjun okkar. Andi leikhússins, svipmyndir af Holberg, Shakespeare, Henry Nat- hansen, gamlar styttur, málverk, fortíð og nútíð, súlur, málað léreft- Draumaskip á leið móti ósýnileg11 marki. Andi leikhússins í hljómi, orðum og myndum. Við búum okkur til mynd, nákvæmlega eins og við gerðum Jjegar við vorum lítil, rett byrjuð í barnaskóla, og teiknuðum myndir af guði almáttugum, klæddum allskyns dýrðlegum klasð- um, óafvitandi með liliðsjón af Jjeim fötum, sem liengu í fata- skápnum heima. Við byggjum upp> gertim myndir eftir Jjví sem vit okkar hrekkur til, brjótum og setj-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.