Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 70
158 EIMREIÐIN skrift okkar öfngt. Annars höfum við aldrei lifað, aldrei getað sagt: Ég er. Þú ert, það er það, sem leik- húsið reynir að segja okkur. Við kaupum aðgöngumiða í stúkunum, svölunum, salnum, för- um í sparifötin, hlökkum til, setj- umst í sætin okkar, lesum leikskrá, hóstum ofurlítið, slökkt í salnum, hringingin glymur, tjaldið dregið frá, og okkur er boðið að njóta skemmtunar í fáeinar klukkustund- ir. Og maður nýtur. Gleymir liljóm- sveitargryfjunni, skáldlegu orðun- um, sem flögra í loftinu, heyrir ekki lengur raddir leikaranna, heyrir aðeins eina rödd, sem segir: Þú ert. Hvaðan kom sú rödd? Frá leiksviðinu? Eða var það þín eigin rödd? Nei, röddin kom frá því stóra Einskismannslandi, sem þú lieldur að sé ekki til. Þó áttu það land. Frá því landi, þar sem vilji leik- sviðsins mætir þinni eigin löngun til að snerta, þó ekki væri nema eina sekúndu heimssálina. Viljinn frá leiksviðinu? Hafa leikstjóri, leikarar og höfundur leiksins ákveðinn vilja? fá, meðvitað eða ómeðvitað, ósk- ina og viljann að komast í snert- ingu við áhorfendur. Að áhorfand- inn hverfi sjálfum sér. Sparifötin og liátíðasvipurinn sitja á bekkn- um, vitandi ekkert. En á því óskýr- anlega svæði, þar sem hinir tveir hlutar leikhússins mætast, áhorf- endur og leikarar, er hvorki þú eða ég, heldur aðeins: Ég er. Ég var nærri búinn að segja mitt á milli himins og jarðar, en það er betra að orða það öðruvísi: Milli hins daglega, hversdagslega lífs og þess lífs, sem býr þar á bak við. Þetta finnst ykkur líklega helzt til hátíðlegt, það er ofurlítið skop- legt að fullyrða hátt og í hljóði að maður hafi sál, sé meðeigandi sál- ar. Og skrítið að segja við sjálfan sig: Ég er. Þó er það svo, að einmitt af þess- um tveimur orðum vex allt. Stund- um, reyndar oft, svo sterkt og vold- ugt að þessi litlu orð, sem eru upp- spretta allrar sköpunar, hverfa gei'- samlega í arfa og annað illgresi- Þá þarf að rífa upp og hreinsa til- Leikhúsið er eitt þeirra verkfæra, sem til þess notast, eitt það beitt- asta og um leið skemmtilegasta. Þetta er ef til vill rétt. En skáld- ið, eigum við að trúa því að skáld- ið ímyndi sér að það geti hrært sál mannkynsins, sál heimsins? Þegar allt kemur til alls er hann venju- legur maður, sem röltir um stræt- in, rétt eins og við hin. Rétt ei það. En biskupinn, sem sezt við morgunverðarborðið hefur heldtu ekki tólf postula og hóp af stærn og smærri dýrðlingum í kringuna sig. Ég þekki að vísu ekki biskupa. en ég býst við að þeir hafi sína postula og dýrðlinga í hæfilegn fjarlægð frá sér, og kalli þá fyrst fram þegar þeir stíga í predikunar- stólinn. Skáldið kallar leiksviðið tæpleg3 predikunarstól. Bæði vegna þess að hann er nákvæmlega jafn hlédræg- ur og áhorfendurnir í salntun, °S í öðru lagi hefur hann ekki i hyggju að halda dómsdagsræðu fyrir nokkurn annan en sjálfan sig>

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.