Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 71

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 71
EIMRF.IÐIN 159 yfir sjálfum sér. Og þá ræðu lieldur hann í þeim undarlega, lokaða af- kima, sem nefnist hugskot manns. Þegar hann að síðustu opnar hug- skot sitt og öllum er leyft að skyggnast þar inn, sér hann verk sitt, þegar tjaldið er dregið frá sér hann undrið gerast, þá og ekki fyrr. Heima, við vinnuborð sitt var hann aleinn. Aleinn sat hann þar, höfuðið fullt af hugmyndum, til- finningum. Loksins þegar tjaldið er dregið frá, sér liann og finnur verk sitt verða lifandi, sér áhorfendurna glæða það lífsanda. Hefur skáldið þá engan boðskap að flytja, munuð þið spyrja. Vissu- fega hefur hann það. Þann boð- skap að fá ykkur til að spyrja ykk- l'r sjálf, og kalla fram svar. Svarið, sem hann fær frá áhorf- endabekkjunum kemur skáldinu °ft á óvart. Veldur honum mikill- ar undrunar. Orðum sínum hefur hann raðað í ákveðið form, famma, meitlað þau og fágað, þangað til hann óttast jafnvel að það svar, sem hann óskar að fram- kalla, liggi næstum of ljóst fyrir. Svo gerist það, þegar tjaldið hefur verið dregið frá, að öll þessi orð fá nýtt líf, nýtt inntak, sem hann sjálfan óraði ekki fyrir að í þeim leyndist. Skáld og leikritahöfundar ''inna ekki alltaf verk sín af jaeirri höldu, hlutlausu skynsemi, sem þeir sjálfir ímynda sér. Ómeðvitað gerist það oft að skáldinu tekst að hræra einhverja strengi hinnar stóru sálar. Hann veit það ekki fyrr en hann sér það í augum áhorfand- ans. Skynjar það í þögn hans. Heyr- ir röddina, sem segir: Þú ert. Þá fyrst finnur hann að hann er. Á þessu óskýranlega svæði, sem liggur í loftinu milli leiksviðs og áhorfenda siglir draumaskip leik- hússins, hlaðið raunveruleika, — þeim raunveruleika, sem í dags- birtunni leikur feluleik að baki kæfandi smámuna hversdagslífsins. Kallið það streymandi fljót, eða hvað ,sem ykkur þóknast. Ég kalla það haf, voldugt faðmandi haf, þar sem allar sálir mætist og verða að einni. Hversu stórt, skrautlegt eða lítið og einfalt leikhúsið er, án þessa hafs er ekkert leikhús. Leikhúsið er ef til vill í fjár- þröng. Fólk sækir aðra staði frem- ur í dag. Samt sem áður, kvik- myndahús, útvarp, jafnvel sjón- varp, ekkert mun útrýma leikhús- inu eða gera það úrelt. Milli hlustandans og hátalarans, kvikmyndahússgestsins og hvíta tjaldsins, hefur þetta ltaf verið þurrkað upp, maður er á þurru landi, litlum friðsælum bletti, skynjar það sem fyrir augun ber, skynjar sjálfan sig, einan, ekki sem þátttakanda alls sem er. Það er hægt að láta sér líða ágætlega sem áhorfandi í kvikmyndahúsi eða sem útvarpshlustandi, en lifandi þátt- taka er þar útilokuð. Því það er stór munur á því að hugsa sér að mað- ur sé á siglingu eða vera það raun- verulega. Sjóferð getur orðið erfið, óþægileg. Engin ástæða til að verða sér úti um sjóveiki. Daglega lífið hefur nógan velting í för með sér. Sál heimsins getur átt sig fyrir okk- ur, og verið eða verið ekki hvar,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.