Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 76

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 76
EIMREIÐIN 164 firði, dó 6. október 1921 í Neskaupstað. — Foreldrar: Þorsteinn Jensson (d. 1856) bóndi í Skuggahlíð og k. h. Valgerður Jónsdóttir b. á Kirkjubóli í Norðf. Vilhjálmssonar b. s. st. — Föðurforeldrar Jónasar voru Jens skáld Magnússon b. í Skuggahlíð og k. h. Guð- rún Hávarðardóttir síðast b. á Hólum í Norðf. Jónssonar, hálf- systir séra Jóns Hávarðarsonar prests á Skorrast. og síðar Heydöl- um og alþingismanns. — Jónas var vel gefinn, þar á meðal ágætlega skáldmæltur, en efnahagur hans var víst löngum næsta bágborinn. Þetta haust — eða öllu heldur í hönd farandi vetur var hann mjög illa staddur. Annað réttarhald á Skonastað. Ár 1884, laugard. 20. september var aukaréttur settur og hald- inn að Skorrastað af sýslumanni Suður-Múlasýslu. Var þá tekið fyrir rnálið um heyhvarf frá Jónasi Þorsteinssyni á Krossi. Mættur er fyrir réttinum Gísli Eyjólfsson á Reykjum (áður a Krossi). Hann var áminntur um sannsögli. Hann skoðaði lieyið ásamt Gunnari Guðmundssyni og fannst það líkara heyi Jónasar en Alexanders. Annars kvaðst hann hreint ekki geta borið neitt, er sanni, að Alexander hafi stolið þessu Itér umrædda heyi. — Vék frá rétti. Fyrir réttinum mættu hvert af öðru: Gunnar Guðmundsson á Krossi, Margrét Stefánsdóttir á Rima (áður á Krossi), Halldóra Eyjólfsdóttir á Reykjunt og loks Veronika Eiríksdóttir á Krossi, en þau gátu ekki upplýst neitt um sekt Alexanders. Þeint hafði sýnzt hey hans vaxa um nóttina, en þorðu ekki að segja með vissit, að jrað hefði vaxið. Enginn varð var við Alexander taka heyið, en fremur jrótti ]:>að, sem ofan á lá undir torfinu, líkt heyfalli af tún- parti Jónasar en Alexanders. Máli jressi verður að svo stöddu ekki haldið lengra, en Alexander lofar að borga áfallinn málskostnað, 15 krónur. — Rétti slitið. Jón Johnsen sýslumaður. Vottar: Sigurður Sigurðsson, Jón Þorsteinsson. Athugasemd. Jón Johnsen var sýslumaður í Suður -Múlasýslu 1872—95. Hann var sonur séra Ásmundar Jónssonar prests og próf. i Odda á Rang-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.