Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 80

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 80
168 EIMREIÐIN rólegur og sáttur við allt, þegar honum var bent á að þetta væri bara þykjast. Og vitanlega var ekki minnst á jarðarför. Aðalatriðið var að allir gætu skemmt sér. Líka lík- in ... Að listahátíðinni stóðu . . . já, nú er Jrað — hverjir stóðu eiginlega að listahátíðinni? Við skulum orða Jretta eilíLÍð öðruvísi, reyna að skilgreina hverj- ir tóku Jjátt í listahátíðinni, helzt að reyna að finna eitthvert orð, sem er svo hugtaksvítt, að Jrað spanni yfir alla þátttakendurna í heild. Mér kemur Jrá fyrst í liug Jrað orð, sem sízt allra orða í tungunni á sér ákveðið hugtak. Skáld. Forfeður vorir, þeir sem gáfu okkur tungu- tak og lögðu okkur á vör orð ýmsr- ar merkingar, sáu Jrað af sinni óskeikulu og yfirgripsmiklu vizku, sem Jieim tókst því miður ekki að gera okkur erfingja að, vegna Jress að hún þarfnast öruggrar varð- veizlu innanvert við vör og tungu, að Jrað er nauðsynlegt að hafa eitt- hvert eitt orð handbært, sem ekki hefur neina ákveðna merkingu, og Jress vegna alltaf hægt að grípa til og sættast á. Þeir voru jafnvel svo forsjálir, að láta greinargerð fylgja Jæssu eina orði, er skæri úr um al- merkingu Jress eða merkingarleysi, sem verður þarna í rauninni eitt og hið sama ... Margur er skáld, Jdó að yrki ekki, sögðu þeir; ])að var þeirra greinargerð. Fáorð en gagnorð og tekur af allan vafa. Þeir, sem Jrátt tóku í listahátíð- inni voru Jrví allir skáld — skáld í orði, litum, línum, tónum, túlkun eða leik; skáld senr ortu, skáld sem ortu ekki, dauð skáld, lifandi skáld, dauðlifandi skáld og lifandidauð skáld. Og Jietta var mikil hátíð og allir áttu að geta skemmt sér .. • Sem leiklistargagnrýnanda sýndu forráðamenn hátíðarinnar mér hugulsemi, að senda mér aðgöngu- miða að öllum Jieim leiksýningum, sem framdar voru á vegurn hátíðar- innar eða í sambandi við hana. Kannski hafa þeir verið að sýna sjálfum sér allteins mikla hugul- semi um leið, Jrví að satt bezt að segja hefði ég alls ekki farið að eyða peningum í aðgöngumiða að Jressum sýningum, og Jrá hefði orð- ið einurn færra, sem gat þeirra a prenti. En svo neyðarlega tókst til. að aðgöngumiðarnir, sem mér voru sendir að Jreirri leiksýningunni, sem öllum bar saman um að hefði verið hámark leiklistarinnar á Jress- ari hátíð, villtust einhvernveginn vegna þess að ég var að flylja í nýtt húsnæði um Jrað leyti. Fyrir bragð- ið varð ég sem sagt af sjálfri setn- ingarathöfninni vestur í hátíðarsal. Þar kváðu allir hafa skemmt sér. Flátíðarleiksýningarnar, sem eg varð áheyrandi og áhorlandi að, urðu Jjví einungis Jjrjár. A tveim Jjeirra voru flutt verk eflir t'ng skáld, á Jæirri Jjriðju og síðustu, Jjeirra er ég sá, var flutt verk eftn mann, sem nú hefur lengi legið 1 gröf sinni úti í löndum. Vafalaust hefur flutningur Jiessa verks átt að vera jarðarförin í Jressu sambandi, en fyrir einhverjar óskýranlegar or- sakir snerist Jætta við, og í staðinn fyrir jarðarför varð þarna upprisa. Vitanlega eina upprisan, sem þarna gat átt sér stað, þar eð hinir tveir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.