Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 83

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 83
EIMREIÐIN 171 f>'á uppheims-dögun yíir djúpsins- ál að dufti jarðar — og vort líf var kveikt. Með því Eimreiðin hefur alla tíð verið þeim er þetta ritar eins kon- ar andleg móðir og á því sannlega snaran þátt í sálarlegu uppeldi hans og andlegum þroska. I þeim skilningi getur honum orðið það á, eins og hverjum öðrum keypa- krakka, að skunda til móður sinnar eða verndara til að klaga leik- systkini sín. En þetta verður að skoðast í mannlegu ljósi. Óviðkom- a>idi fullorðinn greinir sjaldan hlutina frá sjónarmiði óviðkom- andi barns. Ég hef horft á angist harna, sem eru misskilin eða refsað saklausum og er það átakanlegt. Jafnvel fullorðnum höfundi getur reynzt erfiður róður, að vita verk °g afkvæmi hugsunar sinnar og hjarta síns og tungu sinnar misskil- *n eða afflutt, forsmáð eða fótum ifoðin og uppálöppuð, enda þótt það sé af góðri heimsku gert, en ekki illheimsku. Bók nokkur: Rimnavaka — Rím- nr ortar á 20. öld — kom út fyrir nokkrum árum. í þeirri bók á höf. þessara orða stutta rímu og í endi a 5. vísu þeirrar rímu hefur auð- sjáanlega vísvitandi verið skipt um orð (að höfundi forspurðum), sem að vísu rímar og fellur í efnið, en ' ísan verður hundaþúfufóstur fyrir vikið. Vísa þessi er um heimskuna, en um það stórveldi sögðu forn- grískir spekingar, að frammi fyrir ^ieimskunni stæðu sjálfir guðirnir berskjaldaðir og ráðþrota. Sann- leikurinn er sá, að heimskan er vinsælli en vitið og fíflið spekingn- um fremri. Og í hverju samfélagi manna gegnir fíflið þýðingarmesta hlutverkinu með því að lækka þær kröfur, sem menn þurfa að gera til eigin vitsmuna og fyllir þá friði, öryggi og ánægju. Það er því ekki vinsælt verk að skemma heimskuna eða skerða ágæti hennar. Frá höf- undarins hendi var vísan þannig: Hlakkar og flýgur heimskan kunn hakkar og sýgur blóðgan grunn flakkar og lýgur fólks í munn frakkar en smýgur vatn í unn. Síðasta orði vísunnar hafði verið breytt í „brunn“, að höfundi for- spurðum, sem þrengir vísuna, dreg- ur úr víðsýni hennar og veikir máttinn. Allt vatn og öll vötn leita og smjúga til upprunans, hverfa í unn hafsins og endurtaka og upp- Iifa hina eilífu hringrás sína. Og í 12. erindi sömu rímu eftir sama höfund hefur í upphafi þeirr- ar vísu verið skijrt um orð, sem höfundi þykir enn bagalegra en hið fyrra. Þar er orðinu dyn breytti í „dún“, „dúnmjúkum ymi“ sett í stað dynmjúkum yrni. Dynur og dúnn eru með öllu óskild orð. Dynur merkir hljóðbæran þyt sam- anber sögnina að duna; (dansinn dunaði). En dúnn merkir sérstakt efni, sem að vísu getur verið þægi- legt (t. d. æðardúnn), en á ekki við í þessu sambandi, því ymur er hljóðvarp af ómur, sem er sama og hljóð eða hljómur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.