Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 9

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 9
E1MREIÐIN mönnum, t. d. Jónasi Hallgrímssyni og Hallgrími Péturssyni. Lífsgildi þeirra er fólgið í því, hversu sterk og einlæg trú þeirra var. — En hvers vegna hverfur þú frá því að verða trúhoði og gerist kaupmaður? — Ég held, að það hafi verið trúboðinn í mér, sem fékk mig til að gerast kaupmaður. Það er hægt að gera svo margt gott og gagn- legt með peningum. Ég ætla ekki að fara að hæla mér, en ég held, að minn áhugi á kaupmennsku hafi ekki verið sprottinn af löngun til að græða mikið fé, heldur til að gera eitthvað gagn með því. Menn eru frjálsari, þeir geta gert miklu meira, ef þeir hafa peninga og kunna með þá að fara. En það er mikill vandi að umgangast miklar fjár- hæðir. Þegar ég hóf að kaupa málverk, vakti t. d. þrennt fyrir mér: í fyrsta lagi að koma þessum þýðingarmiklu listaverkum í hendur þeirra, sem hefðu ella ekki aðgang að þeim, í öðru lagi að bjarga þeim frá því að fara úr landi eða lenda í höndum fólks, sem ekki kynni að fara með þau. Og loks var á þeim árum erfitt fyrir listamenn að selja myndir sínar. Foreldrar mínir og skólamennirnir þrír, seim ég nefndi, Pétur, Aðalsteinn og Helgi, vöktu hjá mér áhugann á listsköpun og menningu, og ég var svo heppinn að kynnast vel ymsum listamönn- um, þegar ég kom til Reykjavíkur. Það litla, sem ég er, á ég listum og listamönnum að þakka. — Hvenær ferðu til Reykjavíkur? — Þegar ég var 15 ára, hóf ég nám í Verzlunarskólanum. Ég man, að ég var mjög eftirvæntingarfullur að sjá Kiljan, þegar ég kom til bæjarins. En það var hrein tilviljun, að ég kynntist lista- mannahópunum, sem þá voru í Reykjavík. Ég hitti marga listamenn hjá Guðrúnu, ekkju Þorsteins Erlingssonar skálds, og Svanhildur dótt- h þeirra var ágætur píanisti. Guðrún var stórkostleg gáfukona, heittrúuð og átti þessa rammíslenzku fórnarlund, mátti ekki aumt sjá. Þar kynntist ég Sigurði Nordal, Halldóri Kiljan og Davíð Stefánssyni. Hjá Guðrúnu var kapprætt á hverju kvöldi um bók- menntir, listir, trúmál og stjórnmál. Svanhildur lék á píanóið, og Guð- rún átti einn fyrsta plötuspilarann í Reykjavík, sem var óspart not- aður, og hún átti mikið af góðum plötum. Ég hitti þarna líka merkis- konurnar Ólöfu frá Hlöðum, Guðnýju frá Galtafelli og systurnar Ólínu og Herdísi Andrésdætur. Fleiri komu þangað, t. d. séra Jón Auðuns og Björn Kristjánsson alþingismaður, sem höfðu jafnmikinn áhuga á menningarmálum og andatrú. Og þó að ég væri þá jafnfjar- lægur spíritisma og nú, man ég, hvað predikanirnar hans Haraldar 185
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.