Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 9
E1MREIÐIN
mönnum, t. d. Jónasi Hallgrímssyni og Hallgrími Péturssyni. Lífsgildi
þeirra er fólgið í því, hversu sterk og einlæg trú þeirra var.
— En hvers vegna hverfur þú frá því að verða trúhoði og gerist
kaupmaður?
— Ég held, að það hafi verið trúboðinn í mér, sem fékk mig til
að gerast kaupmaður. Það er hægt að gera svo margt gott og gagn-
legt með peningum. Ég ætla ekki að fara að hæla mér, en ég held,
að minn áhugi á kaupmennsku hafi ekki verið sprottinn af löngun til
að græða mikið fé, heldur til að gera eitthvað gagn með því. Menn
eru frjálsari, þeir geta gert miklu meira, ef þeir hafa peninga og kunna
með þá að fara. En það er mikill vandi að umgangast miklar fjár-
hæðir. Þegar ég hóf að kaupa málverk, vakti t. d. þrennt fyrir mér:
í fyrsta lagi að koma þessum þýðingarmiklu listaverkum í hendur
þeirra, sem hefðu ella ekki aðgang að þeim, í öðru lagi að bjarga þeim
frá því að fara úr landi eða lenda í höndum fólks, sem ekki kynni að
fara með þau. Og loks var á þeim árum erfitt fyrir listamenn að selja
myndir sínar. Foreldrar mínir og skólamennirnir þrír, seim ég nefndi,
Pétur, Aðalsteinn og Helgi, vöktu hjá mér áhugann á listsköpun og
menningu, og ég var svo heppinn að kynnast vel ymsum listamönn-
um, þegar ég kom til Reykjavíkur. Það litla, sem ég er, á ég listum og
listamönnum að þakka.
— Hvenær ferðu til Reykjavíkur?
— Þegar ég var 15 ára, hóf ég nám í Verzlunarskólanum. Ég
man, að ég var mjög eftirvæntingarfullur að sjá Kiljan, þegar ég
kom til bæjarins. En það var hrein tilviljun, að ég kynntist lista-
mannahópunum, sem þá voru í Reykjavík. Ég hitti marga listamenn
hjá Guðrúnu, ekkju Þorsteins Erlingssonar skálds, og Svanhildur dótt-
h þeirra var ágætur píanisti. Guðrún var stórkostleg gáfukona,
heittrúuð og átti þessa rammíslenzku fórnarlund, mátti ekki
aumt sjá. Þar kynntist ég Sigurði Nordal, Halldóri Kiljan og Davíð
Stefánssyni. Hjá Guðrúnu var kapprætt á hverju kvöldi um bók-
menntir, listir, trúmál og stjórnmál. Svanhildur lék á píanóið, og Guð-
rún átti einn fyrsta plötuspilarann í Reykjavík, sem var óspart not-
aður, og hún átti mikið af góðum plötum. Ég hitti þarna líka merkis-
konurnar Ólöfu frá Hlöðum, Guðnýju frá Galtafelli og systurnar
Ólínu og Herdísi Andrésdætur. Fleiri komu þangað, t. d. séra Jón
Auðuns og Björn Kristjánsson alþingismaður, sem höfðu jafnmikinn
áhuga á menningarmálum og andatrú. Og þó að ég væri þá jafnfjar-
lægur spíritisma og nú, man ég, hvað predikanirnar hans Haraldar
185