Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 10

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 10
EIMREIÐIN Níelssonar voru áhrifamiklar. Hann var mikill og innblásinn ræðu- skörungur og lyfti kirkjugestum sínum upp í æðra veldi. Og alltaf var troðfullt í kirkjunni hjá honum. Honum kynntist ég hjá Guðrúnu og Einari Kvaran, sem var eins og þið vitið líka áhugamaður um andatrú. Þarna voru menn hvassyrtir og umræðurnar fjörugar. Kiljan talaði t. d. enga tæpitungu, þegar hann var að deila við menn. Hann var miskunnarlaus, en undir sló hlýtt og viðkvæmt hjarta — og alltaf jafnskemmtilegur. — Og þú kemur svo síðar í XJnuhús? — Já, hjá Erlendi í Unuhúsi var einnig samkomustaður lista- manna og listunnenda. Ef ég man rétt, kom Davíð sjaldan þangað, en Kiljan var þar á kvöldin, þegar hann var í bænum, leit inn og drakk kvöldkaffi. Þórbergur var þarna líka, eins og þið hafið lesið um í bókunum hans. Hann hafði að vísu alllengi búið hjá Guðrúnu. en ég kynntist honum ekki þar, heldur í Unuhúsi. En Tómasi kynnt- ist ég ekki fyrr en nokkru seinna og Páli ísólfssyni og Ásgrími. Páll kynnti mig fyrir Ásgrími. Við Ásgrímur hlustuðum oft saman á tón- list. Hann var feiknalegur tónlistarunnandi. Jón Stefánsson málari, sem bjó í næsta húsi, sagði mér, að Ásgrímur hefði stundum hlustað á tónlist tímunum saman á næturnar. Jón þurfti stundum að fara til hans og biðja hann að draga niður í tækjunum. Ásgrímur átti líka píanettu og lék á hana verk Bachs og Mozarts. Ásgrímur sagði einu sinni við mig: „Menn eru að segja, að það sé misfallegt, sem Mozart hefur skrifað. Ég vildi fá að heyra það, sem ekki er fallegt!“ List Tómasar og Ásgrfms minnti mig alltaf á Mozart, allt svo hreint og tært. — En hvenær hófst þú bókaútgáfu? — Það var seinna. Fyrstu bækurnar, sem ég gaf út, voru Kyssti mig sól eftir Guðmund Böðvarsson og Stjörnur vorsins eftir Tómas. Við Kristinn E. Andrésson vorum mikið saman á þessum árum og gáfum út ýmis smárit, einkum um stjórnmál, minnir mig. Svo réð- umst við í að gefa út Ljósvíkinginn eftir Halldór Laxness. En síðar ákváðum við að skilja að skiptum. Það kom aldrei til neinna átaka með okkur Kristni, en við höfðum allólíkar skoðanir um margt, þótt góðir vinir værum: Það var reyndar aldrei orðað, en við fundum á okkur, liggur mér við að segja, að við áttum ekki samleið. Og upp úr því stofnaði ég Helgafellsútgáfuna. Ég byrjaði á íslandsklukk- unni. Nánasti vinur Halldórs var Erlendur í Unuhúsi, fluggáfaður maður. Hann mælti með mér við Halldór, og við verðlögðum bókina 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.