Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 12

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 12
EIMREIÐIN tilveruna eins og við hinir — þó að þeir hefðu auðvitað margir farið alveg eins að, ef þeir hefðu haft tækifæri! En sannleikurinn er auð- vitað sá, að allir listamenn eru einstaklingshyggjumenn. Mér finnst ég alltaf vera að tala við hinn mesta kapítalista eða verðandi kapítal- ista, þegar ég tala við listamann, enda sjáum við það á miklum rit- höfundum, listmálurum og síðast en ekki sízt kvikmyndaleikurum, að engin takmörk eru fyrir því, hvað þeir geta hrófað upp af hé- góma í kringum sig, alveg eins og við kaupmennirnir. Þau hjónin Burton og Taylor, sem eru mjög góðir og merkir listamenn, skemmta sér t. d. við að kaupa gimsteina fyrir fé, sem gæti nægt til að fæða heila þjóð. Kjarval gat líka átt það til að taka leigubíl upp í sveit dag eftir dag, mála þar allan daginn og láta leigubílinn bíða eftir sér. Og stundum pantaði hann annan leigubíl, svo að bílstjórinn hans hefði félagsskap. Það er hollt og skynsamlegt að vilja verða efnaður og sjálf- stæður, og það vilja listamenn engu síður en aðrir. Það var einhver konan á kvennafundinum fræga á dögunum, sem talaði um „eigna- gleði“ í ræðunni sinni. Eg hafði aldrei heyrt þetta orð áður, en vissu- lega lét það vel í mínum eyrum, og hef ég þó aldrei verið duglegur að safna í sjóði. Ræðukonan sagði, að eignagleði væri heilbrigð. Og ég held, að búið sé að hrekja manneskjuna burt frá sjálfri sér, þar sem eignagleði er gerð tortryggileg. Kommúnistar hafa skilið, að það eru engir menn eins miklir áróðurssnillingar og listamenn né jafnframtakssamir, ef þeir trúa á málstað sinn. En þeir eru bundnari samvizku sinni en aðrir menn og eru þeir einu, sem veitt geta stjórnmálamönnun- um nauðsynlegt aðhald. Það er gífurlegur styrkur að hafa listamenn- ina sín megin. Og stjórnmálamenn, sem skera upp herör gegn lista- mönnum, eru í raun og veru að fremja sjálfsmorð. Þess vegna er að- eins eitt ráð til fyrir framsýna stjórnmálamenn: Þeir verða að skilja listamennina og láta þá fá frið og frelsi til að tjá hug sinn. Listamenn- irnir líta auðvitað fyrst og fremst á sig sem listamenn, en ekki sem málsvara einhverra stjórnmálamanna. En hefnd þeirra er skæð. Sjálf- stæðismenn hafa enn ekki gert sér grein fyrir því, hvað það er mikil- vægt að hafa listamennina sín megin — miklu mikilvægara á íslandi en annars staðar. Listamennirnir eru langvoldugasta afl samfélagsins. Það voru þeir, sem komu Adolf Hitler fyrir kattarnef. Og það voru listamennirnir, sem lögðu Jónas frá Hriflu að velli, pólitískt. Og ég er sannfærður um, að kommúnisminn bíður að lokum ósigur fyrir list- inni og skyldum öflum, eins og trúarbrögðum. 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.