Eimreiðin - 01.07.1975, Side 13
EIMREIÐIN
— Pú segir, að listamenn sækist eftir að verða kapítalistar og séu
harðir áróðursmenn. Er það þess vegna, sem þeir standa oft í innhyrðis
erjum og eru óbilgjarnir og dómharðir í mati sínu á verkum annarra'
listamanna?
— Listin er brennipunktur lífsins — listin og trúin. Og í kring-
um brennipunktinn eru alltaf mikil átök. Þó að samkeppni sé hvergi
harðari en á vettvangi listamanna, er listamanninum ekki illa við þá,
sem fara fram úr honuin, en honum svíður ef til vill að hafa mis-
tekizt að ná markinu. Eg held, að list og trú séu tvær greinar á sama
meiði, þær eru svo nátengdar. T. d. er það bczta, sem skapað hefur
verið í tónlist, í raun og veru einhvers konar bæn eða lofsöngur til
Guðs eins og passjónir Bachs eru óskýrt samband við hið æðra —
Guð eða almætti.
— Sagt er, að list verði að vera í tengslum við samtímann til þess
að vera lifandi.
— Já, það held ég líka. Því er ekki ólíkt farið um listaverk og tré.
Þó að sólin sé aðallífgjafinn, verða ræturnar að liggja vítt og djúpt til
að afla lífsviðurværis. Samleikur þessara tveggja króna, þeirrar sem
leitar upp og hinnar, sem fálmar sig áfram í myrkri og ógöngum, er
undur veraldar eins og listaverk mannanna.
— Laxness hefur sagt, að menn mættu ekki ganga með steinbarn
í maganum. Liggur Gerzka ævintýrið ekki enn þungt á honum?
— Vafalaust. Þarna voru hroðalegir hlutir að gerast — svo ljótir, að
enginn heiðarlegur maður gat lagzt svo djúpt að trúa. En auðséð er
af öllum fyrirvörum Halldórs í bókinni, að hann hefur þá þegar verið
mjög tortrygginn á Stalín. En árásir á Stalín á þeim árúm jafngiltu
því að bjóða Hitler höndina. Þó að ekki sýnist í augnablikinu mik-
ill munur á fasisma og kommúnisma, þá var sósíalisminn, kenning
Karls Marxs, heillandi boðskapur, tilraun til að búa til nýjan og betri
heim. En fasisminn er fremur vörn manna, sem hafa skapað sér for-
réttindi og þurfa að verja þau.
— Annar maður losaði sig við sitt steinbarn — Steinn Steinarr.
— Já, vissulega, en þá hafði mikið vatn runnið til sjávar. Hann
taiaði eins og Solsjenitsyn í dag. ,,Með hálfum sannleika berst ég gegn
algerri lygi,“ orti hann um kommúnismann. Trúaðir sósíalistar hika
ekld við að tala eins og þeir viti allan sannleikann, eigi hann inni í
brjóstinu. Við hinir leyfum okkur ekki að tala þannig í nafni okkar
Guðs. Frjálshyggjumenn viðurkenna, að þeirra sannleikur er aðeins
hálfur. En þó að hann sé aðeins hálfur, þarf hann ekki að vera lygi.
189