Eimreiðin - 01.07.1975, Side 17
EIMREIÐIN
þetta meinlausa lauslæti mannfélagsins er nauðsynlegur þáttur í sköp-
uninni. Við gætum vafalaust lifað, þó að við værum bundnir á bás
og fylltum kviðinn tvisvar á dag eins og kýrnar — eða eins og þeir
gera í Kína.
— Þú segir, að vinstnmenn hafi komið óorði á athafnamennina.
En hafa þeir ekki lagt neitt í það sjálfir? Hafa íslenzkir athafnamenn
nú á dögum nokkurn áhuga á öðru en gróða?
— í gamla daga voru hér yfirleitt mjög geðþekkir húmanistar,
einnig meðal peningafólks, og gaman að leita til þeirra um aðstoð við
Hstastarf. Menn eins og Hallgrímur Benediktsson, hinn ógleymanlegi
sjentilmaður og ötuli brautryðjandi um endurbætur í þjóðfélaginu,
faðir Geirs forsætisráðherra; Héðinn Valdimarsson, Arent Claessen
og Bíla-Steindór, svo að örfá nöfn séu nefnd. Þeir tóku mér alltaf opn-
um örmum, þegar ég var að betla handa einhverju listastarfi. Stein-
dór bílakóngur var alltaf fyrstur manna til að leggja fé í leikhússýn-
ingu eða söngleiki. Ég man, að einu sinni sá ég hann á götu, og hann
kallaði: „Hvurnig er það, Raggi minn, vantar þig ekki peninga?“ Og
þessi maður var samt talinn fastheldnari á sitt en flestir aðrir. Ann-
ars voru íslendingar svo fátækir fram á síðustu áratugi, að sá, sem
eitthvað átti, þorði ekki að segja frá því.
FRJÁLSHYGGJA OG SÓSÍALISMI.
— Rtkið þenur sig út á öllum sviðum, samtryggingin og öryggið,
sem þú varst að tala um, eykst. Er hugsjón sósíalista að rætast —
innan frá?
— Baráttumenn fyrir sósíalisma telja sig — og sjálfsagt með nokkr-
um rétti — vera verndara hins fátæka bónda og verkamanns. Þessir
þjóðfélagshópar hafa nú valdamikla fulltrúa í lögvernduðum samtökum
A.S.Í. og Stéttarsambandi bænda. Er elcki valdajafnvægið þá fundið
°g málið leyst? En þótt eitthvað gerist, sannar það auðvitað ekki, að
það sé rétt og hollt. Og ég er sjálfur alveg sannfærður um, að það
verður aðeins stundarstig, ef heimurinn verður allur sósíalískur. Mann-
eskjan sættir sig aldrei við að standa í stað. Hún byrjar að bora sig út úr
peningshúsunum.
— Er sósialisminn þá stöðnun?
— Auðvitað. Hann er að staðna. í dag skilur almenningur eins og ég
°g mínir líkar ekki lengur, hvað raunverulega er átt við, þegar talað er
um sósíalisma. Þegar gripið er til þeirra ráða, sem Solsjenitsyn lýsir,
193