Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 18

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 18
EimreiðiN er eitthvað meira en lítið að í kerfinu. Ég hef lesið margt það, sem Solsjenitsyn hefur skrifað, skáldsögur, ræður og ritgerðir, og ég held, að hann hafi rétt fyrir sér um sósíalismann. Ég hef líka tekið eftir því, að hann vill hverfa að ótrúlegu miklu leyti til fyrri tíma. Hann er kristinn þjóðernissinni, eins og kemur fram í greininni eftir hann, sem þið birtuð í Eimreiðinni. Það er of mikið að segja, að hann lysi sig kapítalista — en hann er að nálgast okkur syndarana. Hann virð- ist ekki trúa á sósíalíska þróun. Reyndar er Solsjenitsyn ekki einungis andkommúnisti, hann hefur líka margt af skemmtilegu yfirbragði stjórnleysingjans. Annars held ég, að Solsjenitsyn sé einn af forystu- mönnum þess húmanisma, sem að lokum fellir kommúnismann. Og húmanismi Solsjenitsyns er virðingin fyrir mannlegum tilfinningum og því, sem maðurinn hefur fram yfir dýrin: trúna, upphafninguna, hugmyndaflugið. — Hvers vegna hefur frjálshyggja verið á undanhaldi á íslandi i framkvæmd, en sósialisminn unnið á? — Ég er ekki viss um, að þetta sé rétt fullyrðing. Við megum ekki taka of mikið mið af okkar eigin þjóðfélagi. Það er svo lítið, og þess er líka að gæta, að Samvinnuhreyfingin er sterkt afl hér og hefur bæði haft ráð á og vit til að ná í mjög góða menn. Sambandið, Sláturfélag- ið og Mjólkursamsalan eru líklega stærstu fvrirtæki í heimi! Og það er áreiðanlega ekki æskilegt, þeirra sjálfra vegna, að þau stækki meira. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini tiltölu- lega frjálsi vettvangurinn, sem nú er til í landinu. En margir hafa ekki áhuga á að taka á sig þá ábyrgð, sem fylgir því að koma á fót eigin fyrirtæki og reka það, en geta þó að sjálfsögðu verið hinir ágæt- ustu menn. Ég get ekki fundið neinn mun á Sjálfstæðismanni, sósíalista eða Framsóknarmanni almennt. f öllum þessum flokkum eru sams konar menn. En þó hefur Sjálfstæðisflokkurinn nokkra sérstöðu: hann ber tneiri ábyrgð og á meira á hættu vegna þess, að vettvangur hans er opnari og frjálsari. Sjálfstæðismaður getur ekki sloppið með það svar, að hann trúi á biblíuna, hann verður að sýna trú sína í verki. En auð- vitað er það í senn veikleiki hans og styrkur, hversu opinn hann er. Og ekki er ávallt unnt að koma í veg fyrir, að varasamir menn komist í forystu um stundarsakir. — Camus segir, að marxistar séu ekki raunverulegir húmanistar, því að þeir taki draumsýn sina um manninn fram yfir manninn af holdi og blóði. 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.