Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 18
EimreiðiN
er eitthvað meira en lítið að í kerfinu. Ég hef lesið margt það, sem
Solsjenitsyn hefur skrifað, skáldsögur, ræður og ritgerðir, og ég held,
að hann hafi rétt fyrir sér um sósíalismann. Ég hef líka tekið eftir
því, að hann vill hverfa að ótrúlegu miklu leyti til fyrri tíma. Hann
er kristinn þjóðernissinni, eins og kemur fram í greininni eftir hann,
sem þið birtuð í Eimreiðinni. Það er of mikið að segja, að hann lysi
sig kapítalista — en hann er að nálgast okkur syndarana. Hann virð-
ist ekki trúa á sósíalíska þróun. Reyndar er Solsjenitsyn ekki einungis
andkommúnisti, hann hefur líka margt af skemmtilegu yfirbragði
stjórnleysingjans. Annars held ég, að Solsjenitsyn sé einn af forystu-
mönnum þess húmanisma, sem að lokum fellir kommúnismann. Og
húmanismi Solsjenitsyns er virðingin fyrir mannlegum tilfinningum
og því, sem maðurinn hefur fram yfir dýrin: trúna, upphafninguna,
hugmyndaflugið.
— Hvers vegna hefur frjálshyggja verið á undanhaldi á íslandi i
framkvæmd, en sósialisminn unnið á?
— Ég er ekki viss um, að þetta sé rétt fullyrðing. Við megum ekki
taka of mikið mið af okkar eigin þjóðfélagi. Það er svo lítið, og þess
er líka að gæta, að Samvinnuhreyfingin er sterkt afl hér og hefur bæði
haft ráð á og vit til að ná í mjög góða menn. Sambandið, Sláturfélag-
ið og Mjólkursamsalan eru líklega stærstu fvrirtæki í heimi! Og
það er áreiðanlega ekki æskilegt, þeirra sjálfra vegna, að þau stækki
meira. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini tiltölu-
lega frjálsi vettvangurinn, sem nú er til í landinu. En margir hafa
ekki áhuga á að taka á sig þá ábyrgð, sem fylgir því að koma á fót
eigin fyrirtæki og reka það, en geta þó að sjálfsögðu verið hinir ágæt-
ustu menn.
Ég get ekki fundið neinn mun á Sjálfstæðismanni, sósíalista eða
Framsóknarmanni almennt. f öllum þessum flokkum eru sams konar
menn. En þó hefur Sjálfstæðisflokkurinn nokkra sérstöðu: hann ber
tneiri ábyrgð og á meira á hættu vegna þess, að vettvangur hans er
opnari og frjálsari. Sjálfstæðismaður getur ekki sloppið með það svar,
að hann trúi á biblíuna, hann verður að sýna trú sína í verki. En auð-
vitað er það í senn veikleiki hans og styrkur, hversu opinn hann er.
Og ekki er ávallt unnt að koma í veg fyrir, að varasamir menn komist
í forystu um stundarsakir.
— Camus segir, að marxistar séu ekki raunverulegir húmanistar,
því að þeir taki draumsýn sina um manninn fram yfir manninn af
holdi og blóði.
194