Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 32
EIMREIÐIN
hvað þá að það sé að yfirlögðu ráði okkar. Ef til vill má greina þess-
ar hrapallegu hugsunar- og umræðuvenjur okkar frekar sundur. Það
skal hér reynt.
Það væri afar þægilegt og nytsamlegt, ef unnt væri í fáum orðum
að gefa sæmilega skilgreiningu á hugtakinu stjórnmál eða segja að
öðrum kosti, hver helsti tilgangur stjórnmála sé. Því miður er slík
skilgreining eða tilgangslýsing óviðráðanleg, þegar fjallað er um stjórn-
mál, alveg eins og þegar fjallað er um heimspeki eða lögfræði, eðlis-
fræði eða hagfræði. Vilji menn fjalla um þessar greinar í heild, verða
þeir að láta sér nægja að sníða þeim lýsingar, sem falla að umræð-
unni hverju sinni, en eru ófullnægjandi eða rangar utan þessarar um-
ræðu. í því sem hér fer á eftir nægir vonandi að gera ráð fyrir, að
tilgangur stjórnmálanna sé að minnsta kosti tvíþættur og að meðal
þessara tilgangsþátta séu þeir tveir, sem nú verða taldir:
a) að setja þjóðfélaginu starfsreglur eða starfsleiðbeiningar, sem gilda
eiga um langan tíma og oft um alla framtíð;
b) að finna eða búa til aðila til að standa fyrir og hafa á hendi fram-
kvæmdir, þjónustu eða framleiðslu í þágu þjóðarheildarinnar.
Þótt þessi þáttaskipting sé gróf og þættirnir svo samtvinnaðir, að
varla megi nefna nokkur dæmi stjórnmálaviðfangsefna, sem ekki falla
að lokum undir báða þættina, er engu að síður nauðsyn að hafa ein-
hverja slíka þáttaskiptingu í huga. íslendingar beygja sig ekki undir
þessa nauðsyn. Ástæðan fyrir því, að slíka greiningu verður að við-
hafa, er, að a) og b) höfða í mismunandi mæli til ólíkra þátta mann-
legs eðlis. a) höfðar til vilja, en b) til vits.
Til þess er ætlast, að undir þátt a) sé felld lagasetning um sam-
skipti þegnanna sín á milli og gróf stefnumótun til langs tíma. Þátt-
ur a) höfðar því til óska og vilja þjóðarinnar. Hann höfðar til rétt-
lætis, samræmis, siðgæðis og til þess, hvernig veðjað skuli löngu fyrir
veðreiðar. Hins vegar er til þess ætlast, að undir þátt b) séu felldar
ákvarðanir um einstakar aðgerðir, sem markast af ásetningi sprottn-
um frá þætti a), en eru þó einkum háðar ytri aðstæðum, sem hafa
staðreyndagildi. Þáttur b) höfðar því fyrst og fremst til skynsemi og
þekkingar. Hann höfðar til skipulags, hagkvæmni, verklegra gæða og
tæknilegs undirbúnings.
Þessar hugmyndir má skýra með því að benda á, að vilji og ásetn-
ingur lúta greinilega öðrum rökrænum lögmálum en sannindi og
þekking. Það má með nokkrum sanni segja, að lög séu eða hafi verið
vilji einhvers, sem hefur nægilegt vald. Þess vegna er eðlilegt að líta
208