Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 35
EIMREIÐIN miklu fleiri en flokkarnir og hagsmunir einstakra kjósenda miklu fleiri en kjósendurnir, er þess enginn kostur að halda saman flokk með því að leggja áherslu á raunverulega hagsmuni kjósenda. Það verður að draga saman og einfalda til þess að gera flokkinn samtaka- og baráttuhæfan. Baráttuhæfni er einmitt aðall stæðilegra hagsmuna- samtaka. Þá er eðli hagsmunabaráttu að vera slagsmál, hún krefst vilja, frekju og hugrekkis, stundum nægir setuþol. Allt eru þetta her- mannlegar dygðir án tengsla við vit eða skilning, réttlæti eða siðgæði. Málflutningur íslenskra stjórnmálamanna markast af þessum stað- reyndum og lögmálum hagsmunabaráttunnar. Menn tönnlast á, hvað þeirra flokkur vill og hefur viljað, berst fyrir og hefur barist fyrir. Jafnframt bera þeir á aðra flokka andstæðan vilja og baráttumark- mið. Menn hvetja sína flokksbræður til að fylkja liði, standa saman, ganga undir merki og fara í kröfugöngu. Áherslan er alltaf á viljann, en ekki vitið, á bræðralag og baráttuþrek, en ekki á þekkingu og rétta meðferð staðreynda. Þetta er eins og vera ber, þegar menn halda til orrustu. Umræðuvenjur, sem sprottnar eru úr hagsmunabaráttu, eru ekki til þess fallnar að skýra mál eða skera úr málum, sem falla undir þætti a) og b) hér að framan. Þar sem hagsmunir eru aðeins til í and- stöðu við aðra hagsmuni, er vilji sprottinn af slíkum rótum takmark- aður, því að hann beinist ekki að viðfangsefnum þjóðarinnar allrar. En þegar setja á lög, sem ganga eiga jafnt yfir alla og þegar marka á stefnu þjóðarinnar, verða þessi viðfangsefni að sitja í fyrirrúmi. Að sjálfsögðu þarf við lagasetningu og stefnumótun að gæta ýmissa hags- muna, en hagsmunir eru ekki frumhvati að lagasetningu og stefnu- mótun þjóðarinnar. Hagsmunaumræða er enn verr til þess fallin að fjalla um mál, sem einkum krefjast þekkingar og tækni til úrlausnar. Hópar hafa enga þekkingu, hana hafa aðeins menn. Fundarsamþykkt beykja getur ekki gert töluna pí að þremur. Hagsmunabarátta er ekki einu sinni vel til þess fallin að skera úr hagsmunamálum. Oft er allsendis ókleift að stefna öllum hagsmuna- aðilum saman til orrustu, það er látið nægja að stefna saman tveimur aðilum, oft þeim sem minnstra hagsmuna hafa að gæta. Húsbyggjend- ur taka ekki þátt í kjaradeilum meistara og sveina, enda er ævinlega samið af húsbyggjendum. Þar sem úrslit hvers konar baráttu fara eftir liðsafla og vopnabúnaði en ekki eftir málefnum og makleika, verða þeir ævinlega undir, sem ekki geta safnað liði og engin hafa vopnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.