Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 42

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 42
EIMREIÐIN sjá sig um bekki hjá þeim. Svar hafði borist frá klaustrinu þegar í stað: hinn úngi maður var velkominn. Hér hefst semsé sagan um næstum óslitin afskifti mín af kaþólskum efnum um næstumþví þriggja ára skeið, fyrst sem óreglulegur nemandi hjá benediktínum í St. Maurice de Clervaux og víðar, síðar einsog fyr getur í London. í júní 1923 var ég í klausturkirkjunni í Saint Maurice skírður sub conditione (ef vera skyldi, að fyrri skírn mín lútersk væri ógild). Lúng- inn úr þessum bjarta sumardegi fór í það að útreka af mér með for- bænum og særíngum alla þá djöfla og andskota sem ég hafði verið haldinn sem lúterstrúarmaður fram til þess dags. Þetta var mikið guðsþakkaverk. Unaðslegur dagur. Vefarann mikla frá Kasmír má telja hreinan ágóða af þeim heila- brotum sem ég var fullur af á þessum árum. Svo ég standi við loforð mitt við lesarann um að þyrma honum við ,,djúpsálarfræði“, slcal ég aðeins lýsa því til viðbótar að þegar ég kom heim til íslands með bók- ina auðnaðist mér ekki að finna neinn sem vildi prenta slíkt lesmál og ég held segja megi að það hafi verið einróma álit hjá forleggjurum að verra pródúkt væri vandfundið. Loks þegar mér hafði með harm- kvælum tekist að koma út þessari vondu bók í Reykjavík, var þó einn maður á landinu, Kristján Albertsson, sem sagði á prenti „Loksins loksins" (undirskilið: að það kemur út alminleg bók hérna). Ég gaf bókina út sjálfur fyrir eigin reikníng og leigði götustráka og sérvitr- ínga til að selja hana í heftum við húsdyr fólks. Þetta framtak gaf svo góða raun að ég fór til Ameríku fyrir ágóðann og dvaldist þar hátt á þriðja ár. íslenskur vinur minn vestra, sem að öðru leyti skemti sér við músík og myndhöggvaralist þar í landi, varð svo heillaður af bókinni að hann snaraði henni á ensku í rokhvelli; síðan tókum við til að dreifa eintökum af þýðíngunni út og suður til frægra forleggjara í Ameríku. Sem betur fer hleyptu þeir menn sér ekki útí þann voða að gefa út bókina, svo hún kom aldrei fyrir augu heimspressunnar til umsagnar. Afturámóti bárust mörg bréf frá útgefendum og þeirra fyrirsvarsmönnum sem létu í ljós álit sitt eftir lestur handritsins. Mart í bréflegum umsögnum forleggjara um óprentaða bók er at- hyglisverðara en vant er að finna í ritdómum dagblaða um prentaða bók. Ég sé eftir því að hafa ekki geymt þessi bréf í sérstöku albúmi. Mín reynsla er sú að oft viti heimskir útgefendur af sagnaranda betur en stálgáfaðir ritdómarar blaða, hver dugur er í bók. í ameríkuvist minni lærði ég álíka mart um heiminn, kanski fleira, en ég hafði lært 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.