Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 43

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 43
EIMREIÐIN í næstum jafnlaungum skiftum mínum við kaþólskuna. Vefarinn mikli þokaðist tiltölulega fljótt útí períferíu áhugamála minna eftir að vestur kom. En eitt forleggjarabréf af mörgum um Vefarann hef ég aldrei þreyst á að vitna í og endursegja; ég held ég kunni það næstum utanbókar, amk eftir innihaldinu, enn þann dag í dag: Þetta er allra laglegasta bók og ber vott um talent, sagði forleggjar- inn sem var einna bestur í Ameríku þá; en hún er dálítið ósamstæð í samsetníngu, svo mörgum lesanda mun veitast hörð raun að halda þræðinum. Bókin fjallar í fyrsta lagi um íslendínga, þennan yndislega þjóðflokk í fínu ávölu snjóhúsunum sínum þar sem þeir búa elskaðir af öllum heiminum af því þeir fara aldrei í stríð við neinn; og kon- urnar þeirra róa á stað í fallegu bátunum sínum, sem heita konubátar, og geta ekki farið á hliðina hvurnin sem veltist, og þessar konur eru meistarar í því að harpúnera heimsins stærsta fisk, hvalfiskinn, sem þær draga síðan í land og sjóða úr honum lýsi með hjálp bænda sinna. Aldrei mundu lesendur okkar þreytast á bók um þeirra ástabrall. Hins- vegar liggur ekki í augum uppi hvurnin hægt er að blanda páfanura í þetta. Páfinn er nú einsog þér vitið ýmsu vanur og verður nú ekki aldeilis uppnæmur fyrir smámunum. Það er alt í lagi hjá honum. Við hér í Ameríku höfum heilmikið af fólki sem trúir á páfann, og það er besta fólk, það hefur alt sitt hjá sér. Ég er smeykur um að mart af þessu góða fólki eigi erfitt með að botna í öllum þeim heilabrotum útaf páfanum sem koma fyrir í bókinni yðar; þetta fólk þekkir eingin slík heilabrot. Enda mun það ekki leysa málið þó þessi heilabrot séu teingd við ástabrall í snjónum á Islandi. Ur þessari sérkennilegu en ósamstæðu hugmynd yðar, skrifaði forleggjarinn, virðist mér að gera tnætti tvær hugmyndir og útbúa tvær bækur: eina sem fjallar um elsku íslendíngana okkar; og aðra um páfann. Þá hafið bér þarna tvær ágætar bækur sína um hvort efni og ég mundi áreiðanlega vera hugs- anlegur kaupunautur að báðum þeirra. Það er alveg rétt, Vefarinn er tvöfaldur. Það er líka deginum Ijós- ara að undirstaða Vefarans, ,,basinn“, er raunsæisskáldsaga með nokk- urvegin eingilsaxnesku sniði, en ris hennar mynda sálarlýsingar manns sem er hrjáður af lífskoðunarkreppu. Af lestri bókarinnar þóttust ýmsir mega staðhæfa að þeir partar hennar sem eru skáldsaga að formi til, og ef athugaðir eru séráparti, þá sést að þar er farið eftir aðferð seim ég mundi að vísu ekki að öllu leyti fallast á núna, þó hún 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.