Eimreiðin - 01.07.1975, Side 44
EIMREIÐIN
eigi sér reyndar fastan samastað innan þeirrar skáldsagnagerðar sem
kölluð er roman de moeurs, og er vissulega ekkert trys, jafnvel nú á
dögum. En á mínum sokkabandsárum var þessi hefð svo rík í heim-
inum að maður var ósjálfrátt gegnsósa af henni frá blautu barnsbeini;
og þegar ég renni augum núna yfir skáldsögupartana í Vefaranum, td
ástarsorgleikinn í bókinni, þá man ég ekki betur en þessi sögugángur
hafi orðið til einsog af sjálfu sér hjá mér, af því hann lá í tímanum
og þeirri bókmentahefð sem ég ólst upp í. Þó kemur fyrir, einkum
þegar líður á bókina, að surrealisminn gerir sín vart þegar væminn
hátíðleiki hótar að taka völdin, og þá er frásagnarþráðurinn leystur
upp í draumskrök, þeas melódramað leitt útí surrealisma.
Frá bókmentasjónarmiði má segja að lífskoðunarkreppan vegi þúngt
í Vefaranum, og uppúr henni afturhvarf sem myndar sorgleg leikslok
og annars er ekki til siðs að afturhvörf geri í hefðbundnum siðaróman.
Vefarinn mikli mundi elcki vera eftirtektarverð bók ef sinnaskiftunum
væri ekki teflt þar gegn siðferðilegum innviðum hefðbundinnar borg-
aralegrar skáldsögu með nokkurnvegin skyldugu eingilsaxnesku sniði.
f skáldsögum hinna miklu kaþólsku einglendínga okkar tíma tákn-
ar afturhvarfið einlægt happy end, og þar er Bridgehead Revisited
(Evelyn Waugh) skóladæmi; þar er alt undir því komið að syndaselur-
inn signi sig í lokin (sem hann reyndar gerir á meðan hann er að taka
andvörpin). Og þarmeð fer alt vel.
Afturhvarf sem raunvísindalegt fyrirbrigði, eða þó ekki væri nema
sálfræðilegt hugtak, skal ekki rakið hér. f dýrlíngafræðum, hagíó-
grafíu, fræðigrein sem tröllreið evrópskum bókmentum í meiren þús-
und ár, stendur þetta mótíf í geigvænlegum blóma. Afturhvarf til
kristindóms, og umfram alt til heilags lífernis, hefst upphaflega á ein-
hverri sýn söguhetjunnar, einkum og sérílagi á loftsýnum. Frumsögnin
kvnni að vera frásögn Páls postula af mannsmynd í lofti sem hann
sagðist hafa séð á ferðalagi; eitt er víst, Páll tók sinnaskiftum. Sinna-
skifti Konstantíns mikla virðast einnig eiga rót sína að rekja til veður-
fræðilegra orsaka, þegar hann sá grískt fángamark Krists í skýum, —
þesskonar fígúrur, skyldar regnboga, geta komið fram við sérstök
veðurskilyrði (myndast við fall ískristalla gegnum sólargeisla í lofti).
Lúter þóttist lílca hafa feingið veðurfræðilega vitrun og séð heilaga
Önnu í þrumuskýi: hún skipaði honum að gánga í klaustur. Ýmsum
kvnni að þvkja leitt að sinnaskiftasaga Steins Elliða skuli ekki rísa á
loftsýn. Aðrir mundu segja guði sé lof.