Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 44

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 44
EIMREIÐIN eigi sér reyndar fastan samastað innan þeirrar skáldsagnagerðar sem kölluð er roman de moeurs, og er vissulega ekkert trys, jafnvel nú á dögum. En á mínum sokkabandsárum var þessi hefð svo rík í heim- inum að maður var ósjálfrátt gegnsósa af henni frá blautu barnsbeini; og þegar ég renni augum núna yfir skáldsögupartana í Vefaranum, td ástarsorgleikinn í bókinni, þá man ég ekki betur en þessi sögugángur hafi orðið til einsog af sjálfu sér hjá mér, af því hann lá í tímanum og þeirri bókmentahefð sem ég ólst upp í. Þó kemur fyrir, einkum þegar líður á bókina, að surrealisminn gerir sín vart þegar væminn hátíðleiki hótar að taka völdin, og þá er frásagnarþráðurinn leystur upp í draumskrök, þeas melódramað leitt útí surrealisma. Frá bókmentasjónarmiði má segja að lífskoðunarkreppan vegi þúngt í Vefaranum, og uppúr henni afturhvarf sem myndar sorgleg leikslok og annars er ekki til siðs að afturhvörf geri í hefðbundnum siðaróman. Vefarinn mikli mundi elcki vera eftirtektarverð bók ef sinnaskiftunum væri ekki teflt þar gegn siðferðilegum innviðum hefðbundinnar borg- aralegrar skáldsögu með nokkurnvegin skyldugu eingilsaxnesku sniði. f skáldsögum hinna miklu kaþólsku einglendínga okkar tíma tákn- ar afturhvarfið einlægt happy end, og þar er Bridgehead Revisited (Evelyn Waugh) skóladæmi; þar er alt undir því komið að syndaselur- inn signi sig í lokin (sem hann reyndar gerir á meðan hann er að taka andvörpin). Og þarmeð fer alt vel. Afturhvarf sem raunvísindalegt fyrirbrigði, eða þó ekki væri nema sálfræðilegt hugtak, skal ekki rakið hér. f dýrlíngafræðum, hagíó- grafíu, fræðigrein sem tröllreið evrópskum bókmentum í meiren þús- und ár, stendur þetta mótíf í geigvænlegum blóma. Afturhvarf til kristindóms, og umfram alt til heilags lífernis, hefst upphaflega á ein- hverri sýn söguhetjunnar, einkum og sérílagi á loftsýnum. Frumsögnin kvnni að vera frásögn Páls postula af mannsmynd í lofti sem hann sagðist hafa séð á ferðalagi; eitt er víst, Páll tók sinnaskiftum. Sinna- skifti Konstantíns mikla virðast einnig eiga rót sína að rekja til veður- fræðilegra orsaka, þegar hann sá grískt fángamark Krists í skýum, — þesskonar fígúrur, skyldar regnboga, geta komið fram við sérstök veðurskilyrði (myndast við fall ískristalla gegnum sólargeisla í lofti). Lúter þóttist lílca hafa feingið veðurfræðilega vitrun og séð heilaga Önnu í þrumuskýi: hún skipaði honum að gánga í klaustur. Ýmsum kvnni að þvkja leitt að sinnaskiftasaga Steins Elliða skuli ekki rísa á loftsýn. Aðrir mundu segja guði sé lof.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.