Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 47

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 47
ElMREIÐlN hópa, og er Eimreiðin tilraun til að gera þar á bragabót. Ríkisfjöl- miðlarnir tveir, helzta athvarf fávísra fleiprara og þess lággróðurs andans, sem þrífst bezt í loðmullulegu loftslagi svonefnds hlutleysis, hafa einnig brugðizt. íslenzkum fræðimönnum um stjórnmál er ekki heldur til að dreifa. Þótt stofnað hafi verið ,,námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum“ í Háskóla íslands, hafa kennarar í henni lítinn tíma gefið sér til fræðistarfa, enda önnum kafnir við aðra iðju og veraldlegri á vinstri væng stjórnmálanna.1 Skylt er að skýra þau hörðu orð, sem hér eru höfð um ýmsa stjórn- málamenn. Innihaldsleysi ræðu þeirra kemur bezt í Ijós, er þeir eru leiddir fyrir alþjóð í útvarpi og sjónvarpi. Þar segja þeir, að „tryggja verði rekstrargrundvöll atvinnuveganna“, „vinna bug á efnahags- vandanum“ og „bæta afkomu þjóðarbúsins“, svo að nokkrar eftir- lætissetningar þeirra séu tíndar til. Slíkar staðhæfingar má kalla klif- anir, þær eru bersýnilega réttar, en innihaldslausar: Sá maður, sem héldi því fram í fullri alvöru, að leggja ætti atvinnuvegina í rústir, auka á efnahagsvandann og gera þjóðarbúið gjaldþrota, væri varla með öllum mjalla. Klifanir stjórnmálamanna segja þannig ekki til um eitt né neitt, allir geta á þær fallizt. Þær skipta ekki fremur máli en sú fullyrðing læknis, að hlutverk hans sé að lækna sjúklinga sína! Að sjálfsögðu er svo, það leiðir af þeim skilningi, sem lagður er í hugtakið lækni. Eins er það stjórnmálamannanna að sigla þjóðarskút- unni ekki á sker, — vinna bug á efnahagsvandanum, bæta afkomu þjóðarbúsins og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir tala út í tómið, þegar þeir láta slíkar klifanir einar frá sér fara, — sem oftast er. Þeirra er ekki að gera almenningi grein fyrir, að þeir eigi að stjórna, heldur hvernig þeir átla að stjórna. Ef sakleysissvipurinn og alvöru- þunginn er vel leikinn, tekst þeim þó oftast að blekkja fávísar sálir til fylgis við sig með slíkum brögðum. í kappræðum sínum beita stjórnmálamenn oft öðrum brellum en þeirri hefðarspeki, sem lýst er hér að framan. Þeir vísa til „hug- myndafræði“ sinnar og flokks síns: Alþýðubandalagsmenn vilja stuðla að „félagslegri“ eign á smábátum og öðrum atvinnutækjum í sjávar- útvegi, svo að dæmi sé tekið.2 Fyrir því færa þeir gamalkunn „rök“ sameignarsinna, ræða um „stundarhagsmuni einkagróðans" og „til- raunir sósíalismans til að sigrast á mótsögnum auðvaldsþjóðfélagsins, veita fræðilega leiðsögn um lausn þeirra“, sækja úrlausnir sínar í „hugmyndafræðina“. Eins fara þeir fylgismenn frumskógalögmála í atvinnulífi, sem fyrirfinnast í Sjálfstæðisflokknum, hamförum gegn 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.