Eimreiðin - 01.07.1975, Page 47
ElMREIÐlN
hópa, og er Eimreiðin tilraun til að gera þar á bragabót. Ríkisfjöl-
miðlarnir tveir, helzta athvarf fávísra fleiprara og þess lággróðurs
andans, sem þrífst bezt í loðmullulegu loftslagi svonefnds hlutleysis,
hafa einnig brugðizt. íslenzkum fræðimönnum um stjórnmál er ekki
heldur til að dreifa. Þótt stofnað hafi verið ,,námsbraut í almennum
þjóðfélagsfræðum“ í Háskóla íslands, hafa kennarar í henni lítinn
tíma gefið sér til fræðistarfa, enda önnum kafnir við aðra iðju og
veraldlegri á vinstri væng stjórnmálanna.1
Skylt er að skýra þau hörðu orð, sem hér eru höfð um ýmsa stjórn-
málamenn. Innihaldsleysi ræðu þeirra kemur bezt í Ijós, er þeir eru
leiddir fyrir alþjóð í útvarpi og sjónvarpi. Þar segja þeir, að „tryggja
verði rekstrargrundvöll atvinnuveganna“, „vinna bug á efnahags-
vandanum“ og „bæta afkomu þjóðarbúsins“, svo að nokkrar eftir-
lætissetningar þeirra séu tíndar til. Slíkar staðhæfingar má kalla klif-
anir, þær eru bersýnilega réttar, en innihaldslausar: Sá maður, sem
héldi því fram í fullri alvöru, að leggja ætti atvinnuvegina í rústir,
auka á efnahagsvandann og gera þjóðarbúið gjaldþrota, væri varla
með öllum mjalla. Klifanir stjórnmálamanna segja þannig ekki til um
eitt né neitt, allir geta á þær fallizt. Þær skipta ekki fremur máli en
sú fullyrðing læknis, að hlutverk hans sé að lækna sjúklinga sína!
Að sjálfsögðu er svo, það leiðir af þeim skilningi, sem lagður er í
hugtakið lækni. Eins er það stjórnmálamannanna að sigla þjóðarskút-
unni ekki á sker, — vinna bug á efnahagsvandanum, bæta afkomu
þjóðarbúsins og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir tala út í tómið,
þegar þeir láta slíkar klifanir einar frá sér fara, — sem oftast er.
Þeirra er ekki að gera almenningi grein fyrir, að þeir eigi að stjórna,
heldur hvernig þeir átla að stjórna. Ef sakleysissvipurinn og alvöru-
þunginn er vel leikinn, tekst þeim þó oftast að blekkja fávísar sálir
til fylgis við sig með slíkum brögðum.
í kappræðum sínum beita stjórnmálamenn oft öðrum brellum en
þeirri hefðarspeki, sem lýst er hér að framan. Þeir vísa til „hug-
myndafræði“ sinnar og flokks síns: Alþýðubandalagsmenn vilja stuðla
að „félagslegri“ eign á smábátum og öðrum atvinnutækjum í sjávar-
útvegi, svo að dæmi sé tekið.2 Fyrir því færa þeir gamalkunn „rök“
sameignarsinna, ræða um „stundarhagsmuni einkagróðans" og „til-
raunir sósíalismans til að sigrast á mótsögnum auðvaldsþjóðfélagsins,
veita fræðilega leiðsögn um lausn þeirra“, sækja úrlausnir sínar í
„hugmyndafræðina“. Eins fara þeir fylgismenn frumskógalögmála í
atvinnulífi, sem fyrirfinnast í Sjálfstæðisflokknum, hamförum gegn
223