Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 48
ElMREIÐlN
öllum afskiptum ríkisins af efnahagsmálum og vitna í „frjálst fram-
tak einstaklingsins“, þótt ekki eigi þeir sér reyndar svo rammskorS-
aða ,,hugmyndafræði“ sem marxistar. En öll rökræða um, hvort ein-
staklingar eða ríki eigi að hafa eignarhald á öllum atvinnutækjum, er
út í hött. Enn má taka mið af lækninum: Hann heldur því ekki fram,
að eitt lyfið sé heillaráð í hverri raun, heldur rannsakar sjúklinginn
gaumgæfilega og velur síðan það lyfið, sem við á.7 Sama á stjórn-
málamaðurinn að gera, — kynna sér hvern vanda niður í kjölinn og
taka ákvarðanir eftir því, en fletta ekki einungis upp í fræðum sín-
um. Fáir hafa gert mannkyni meira ógagn en þeir menn, sem hafa
„hugmyndafræði“ og helgisiðabækur einar að leiðarljósi, hversu góð-
viljaðir sem þeir kunna að vera.
I þessum aðfaraorðum hafa verið færð rök fyrir því, að klifanir,
hefðarspeki og ,,hugmyndafræði“ séu reyndar allar markleysa í
stjórnmáladeilum. Ég ætla þó að ganga enn lengra og neita því sem
markleysu líka, að raunverulegar stjórnmáladeilur eigi upphaf sitt í
ólíkum tilfinningum manna, ósættanlegum ,,grundvallarviðhorfum“,
eins og oftast er haldið fram. Til eru réttir stjórnmáladómar og rang-
ir. Ef rangur dómur er felldur, röng afstaða tekin, er það vegna þekk-
ingarleysis, hugsunarvillna eða hjátrúar. Þegar maður segist vera á
móti ,,kapítalisma“, hvað svo sem það er, er hann ekki að rökræða.
Hann er að fræða aðra á því, hvaða hughrif orðið vekur hjá honum.
Og óskynsamlegt er að taka mið af slíkum tilfinningum einum í
stjórnmálum. Réttur dómur í stjórnmálum er sá, sem reistur er á full-
kominni greiningu vandans. Og hann er alltaf hugsanlegur, hvort sem
hann er gerlegur eða ekki.3 Ein forsenda slíkrar skynsamlegrar stjórn-
málaumræðu er, að menn hafi einhverja hugmynd um merkingu þeirra
orða, sem þeir beita, — enda var ekki ætlunin að styðja einungis stjórn-
málamenn á þessum blöðum, heldur spjalla um merkingu orðs, sem
þeim er tungutamt og mjög er beitt (og misbeitt) í ræðu og riti:
,lýðræði‘.4 í merkingu þess grillir þar varla fyrir því moldviðri kjaft-
æðis, sem þyrlað er upp af lýðræðissinnunum öllum. Verður hér reynt
að rita á annan veg um lýðræði, þótt í litlu kunni að vera. Og þá er
rétt að taka fram, að hér stígur leikmaður í stólinn, mál mitt er hvorki
reist á stjórnmálareynslu né miklum lærdómi, einungis fáeinar athuga-
semdir áhugamanns um stjórnmál.
2.
Orðið ,lýðræði‘ er nýyrði í íslenzku, líklega smíðað eftir aldamót-
in. Áður voru orð eins og ,lýðstjórn‘, ,lýðvald‘ og ,þingræði‘ höfð um
224