Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 51

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 51
EIMREIÐIN væri, einn maður, fáir eða fjöldinn. Og þar var valdhafinn réttlátur, hafði hag allra þegnanna, heildarinnar, að leiðarljósi. En úrkynjaða stjórnskipun kallaði Aristóteles á sama veg einræði, klíkuræði og lýðræði, þar sem valdhafinn stjórnaði aðeins í eigin þágu.10 Augljóst er, að Aristóteles lagði aðra merkingu og miklu þrengri í lýðræði en Períkles, þó að orða megi skilgreiningar þeirra eins: „Stjórnin er eklci í höndum fárra manna, heldur fjöldans.“ Lýðræði Aristótelesar var ofbeldi meiri hlutans, harðstjórn hinna snauðu. Því má líkja við alræði öreiganna, sem síðar varð til. Lýðræði Períklesar var hins vegar stjórnskipun sátta og skynsemi, frelsis og jafnréttis. Miðaldaspekingar höfðu merkingu orðsins eftir Aristótelesi sem annað. Heil. Tómas frá Akvínó, hinn skarpskyggni kennifaðir kirkj- unnar, kallaði þá stjórnskipun ,lýðræði‘, þar sem meirihlutinn sæti í harðstjórasessi. Og fram á átjándu öld var orðið oftast skilið þessum skilningi. Tómas Hobbes sagði 1650, að lýðræði væri lítið meira en stjórn fáeinna málrófsmanna. John Locke, einn frumherja frelsishug- sjónarinnar, hafði orðið ekki um stjórnmálakenningar sínar, heldur óbeizlað meirihlutaræði. Rousseau, sá sem reyndi af mikilli mál- snilld að fá mennina aftur á fjóra fætur og helzt er kunnur fyrir hugsunarvillu sína, ,,allsherjarviljann,“ kallaði kúgunarstjórn meiri hlutans ,lýðræði‘. Og fleiri spekinga mætti telja, sem litu lýðræði þess- um augum. En á átjándu og nítjándu öld, er frelsisbarátta Banda- ríkjamanna, stjórnarbyltingin franska og frelsishreyfingar í Norður- álfu leystu Vesturlönd úr læðingi afturhalds og hjátrúar, var farið að beita orðinu á fleiri vegu. ,Lýðræði‘ hafði annars vegar verið haft um beina meirihlutastjórn og hins vegar sem skammaryrði um al- ræði hins fákæna fjölda, jafnrétti flatneskjunnar, frelsi til að hafa á röngu að standa. En nú varð það vígorð hinna frjálslyndu byltingar- manna. „Lýðræði er barátta, það er heróp Spartakusar, kjörorð og krafa byltingarmanna!“ sagði Mazzini, eldhuginn ítalski.11 Og sá hef- ur verið skilningur eins smákónga Þýzkalands á lýðræði, er hann kvað svo á byltingarárinu 1848: Gegen Demokraten helfen nur Soldaten. Svo sem fyrr segir, var heitið áður einungis haft um beina stjórn fjöldans, en nú fóru menn líka að nota ,lýðræði‘ um fulltrúastjórn, er fjöldinn framselur kjörnum fulltrúum sínum völdin. Talið er, að þeir Hamilton og Jefferson, sem báðir voru forvígismenn í frelsis- 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.