Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 52

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 52
EIMREIÐIN baráttu Bandaríkjamanna, hafi fyrstir beitt orðinu um slíka stjórn- skipun, — óbeint lýðræði. Um síðustu aldamót var svo komið, að lýðræði var orðið viður- kennt mark og mið flestra viti borinna manna og reyndar eitt agnið í áróðri stjórnmálamannanna. Lýðræði Períklesar, hugsjón frelsis, jafn- réttis og bræðralags, sú „hugsjón, sem manninn lifir,“ eins og Tómas Guðmundsson orti, hafði sigrað á Vesturlöndum. En örlög orðsins ,lýðræði‘ hafa orðið hin sömu og annarrar hefðarspeki á hátíðastund- um, að merkingin hefur horfið í öllu hjalinu. Hvaða skilningi er það skilið nú á dögum? Hér hefur verið spjallað um viðhorf manna til hugtaksins og tvær merkingar orðsins ,lýðræði‘ sem stjórnskipunar lauslega greindar: (1) bein stjórn fjöldans eða beint lýðræði og (2) óbein stjórn fjöldans eða fulltrúalýðræði. En þessar skilgreiningar vekja þó fleiri spurningar en þær svara: Hvert er eðli lýðræðis og einkenni? Hver er „fjöldinn“, sem stjórna á? Hvernig eru fulltrúar hans valdir? Hverju stjórna þeir? Hvaða mannréttindi felur lýðræðis- leg stjórnskipun í sér? Hvernig er unnt að renna stoðum undir lýð- ræði sem rétta stjórnskipun? Og svo má lengi halda áfram. Við gáturnar þær glíma stjórnspekingar, og lætur nærri, að lausn- irnar séu jafnmargar mönnunum. Norski heimspekingurinn Árni Næss gerði á sjötta áratugnum athyglisverða rannsókn á merkingu ýmissa orða, sem beitt er í stjórnmálabaráttu og kappræðum hermanna kalda stríðsins, og var ,lýðræði‘ eitt þeirra. Fór rannsóknin fram á vegum Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna, en þá voru öskurapar eins og Amín Ugandamarskálkur og serkneskir hryðju- verkamenn ekki alls ráðandi þar. í ljós kom, að (1) allir voru vinir lýðræðis, sögðu sig lýðræðissinna af lífi og sál, og (2) merking orðs- ins var talin margræð af flestum.12 Næss kannaði tilraunir starfs- bræðra sinna og stjórnmálamanna fyrr og nú til að skilgreina hug- takið og smíðaði úr eigin mælikvarða á lýðræði. Hann er þessi:13 Stjórnskipun ríkisins A er lýðræðislegri en stjórnskipun ríkisins B, ef (1) kosningaréttur er rýmri eða (2) kosningar eru beinni eða (3) auðveldara er að skipta um fulltrúa. Ríkinu A er lýðræðislegar stjórnað en ríkinu B, ef (1) kosningaréttur er rýmri eða (2) kosningar eru beinni eða (3) auðveldara er að skipta um fulltrúa eða (4) skoðanamyndun um stjórnmál er almennari eða (5) almenningsálitið er sterkara eða (6) almenningsálitið stýrist af minni áróðri. Þess má geta, að Næss lagði þennan mælikvarða sinn til skýringar á miðstýrt stjórnkerfi í atvinnumálum og komst að þeirri niður- stöðu, studdri sterkum rökum, að lýðræði yrði þar í heild minna. En vandinn við skilgreiningu Næss verður sá að meta saman breyt- 228
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.