Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 55

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 55
EIMREIÐIN tryggð tiltekin réttindi. Dómstólarnir eru sjálfstæðir og eiga einungis að dæma eftir lögunum, en eru ekki bundnir við nein fyrirmæli af hálfu framkvæmdar- valdshafa. Allt eru þetta óræk lýðræðiseinkenni. Síðar segir Ólafur, að ekki verði um það deilt, að þessi atriði séu meginkjarni lýðræðishugtaksins. Lítum nú á ofannefndar skilgreiningar. Þeim er öllum ætlað að svara spurningunni: Hvað er lýðræði? Og allar fela þær í sér, að lýðræði sé aðferð við ákvarðanatöku — meirihlutaræði. En lýðræði er vissulega annað og meira en aðferð við ákvarðanatöku, orðið ,lýð- ræði‘ er ekki einungis nafn á einni skipun stjórnar, eins og flestir stjórnfræðingar viðurkenna. Tökum til dæmis skilgreiningu Árna Næss á lýðræði, sem er reyndar skýr og skilmerkileg. Er ekki hugsan- leg sú stjórnskipun, sem fullnægir öllum skilyrðum hans, en er ekki lýðræðisleg? Er unnt að kalla kúgun mótmælendameirihlutans á . kaþólska minni hlutanum á Norður-Irlandi lýðræðislega? Er stjórn- skipun, þar sem almenn mannréttindi eru að engu höfð, lýðræðis- leg? Síður en svo. Almenn mannréttindi eru ekki skilgreiningaratriði um lýðræði sem stjórnskipun, en þau eru þó bundin lýðræði sem hugtaki — og hugsjón — órofaböndum. Þetta er öllum íslendingun- um, sem í er vitnað, ljóst. En hvað eru almenn mannréttindi? Lág- mark mannréttinda er jafn réttur allra manna til frelsis. Og ekki er lýðræði, þar sem þessi réttindi eru ekki í heiðri höfð: frelsi og jafn- rétti eru forsendur lýðræðis. Og af öllu ofansögðu má ráða, að lýð- ræði er hér skilið sem óbein stjórn fjöldans eða fulltrúastjórn, þar sem öllum eru tryggð tiltekin mannréttindi. Þessa lauslegu skilgrein- ingu má færa út í líkingu við það, sem þeir Árni Næss, Karl Popper og íslendingarnir gera allir ágætlega. En sagan er ekki öll sögð, þó að vísir sé kominn að skilgreiningu — því að ekki má gleyma garm- inum honum Katli og skilningi hans á lýðræði. 4. Kommúnistar hafa hér og erlendis skilið lýðræði öðrum skilningi -— og að eigin sögn einum réttum — en Vesturlandamenn. Og vissu- lega er lýðræði Ketils garmsins annað en hið íslenzka, bæði í orði og æði. Hann segir stjórnskipun kommúnistaríkjanna lýðræðislega, þar sem frjáls hugsun er kæfð í greipum kerfisins, þar sem troðið er á öllum mannréttindum og einstaklingurinn svívirtur, þar sem vísindi, listir og heimspeki eru bundin á klafa kommúnismans, þar sem kosn- ingar eru grátbroslegur skrípaleikur, þar sem reynt er að stinga þjóð- 231
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.