Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 56

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 56
EIMREIÐIN irnar svefnþorni „hugmyndafræðinnar“ einu sönnu. í þessum sumar- löndum heimsins rís lýðræðið hæst! Og hver er kenningin, sem hefur slíkar athafnir í för með sér? Lenín, sem hafinn hefur verið á goðastall með kommúnistum, reit um lýðræði í Ríki og byltingu. Að vísu er erfitt að henda þar reiður á rökum hans, svo önnum kafinn sem hann er að senda „sníkjudýr- um, pabbadrengjum, svikurum, smáborgaralegum lýðræðissinnum, ömurlegum filisteum, kjöltuhundum“ og öðrum samstarfsmönnum sínum í róttæklingafylkingu Norðurálfu skammaskeyti. En kalla má þó skiigreiningu, er hann reit: „Lýðræðið er ekki það sama og að minnihlutinn beygi sig fyrir meirihlutanum. Lýðræðið er r'tki, sem viðurkennir að minnihlutinn skuli beygja sig fyrir meirihlutanum, þ. e. kerfisbundin valdbeiting annarrar stéttarinnar til að undiroka hina.“10 Síðar reit spekingurinn: „Kommúnisminn einn megnar að skapa sannfullkomið lýðræði, og því fullkomnara sem það verður, því fyrr verður það óþarft, því fyrr deyr það út af sjálfu sér.“20 Spá- maðurinn Lenín kenndi, að ríkið myndi deyja út eftir aðdraganda- tímabil kommúnismans, alræði öreiganna. Að vísu hefur reyndin orð- ið önnur í ríkjum kommúnista, en vafalaust verður þeim ekki skota- skuld úr því að skýra það, enda hafa þeir beitt þrætubókarlist sinni á önnur og erfiðari verkefni. En hvað gerði maðurinn, sem taldi kommúnismann einn megna að skapa „sannfullkomið lýðræði"? Var það lýðræðissinninn Lenín, sem rændi völdum með harðsnúnum minni- hlutahóp sínum árið 1917? Var það lýðræðishetjan sú, sem lagði á ráðin með refsilöggjöf Ráðstjórnarríkjanna, einhvern ömurlegasta lagabálk mannkynssögunnar?21 Var það lýðræðissinninn Lenín, sem lét myrða hundruð þúsunda eða e. t. v. milljónir andstæðinga sinna? Lenín er einn þeirra stjórnmálamanna, sem ávinna sér óverðskuldað- an hróður með því einu að deyja of snemma, eins og George Orwell sagði. Ógnarstjórn Stalínstímans á margar rætur sínar að rekja til hans, þessa einsýna ofstækismanns, sem öllu fórnaði á altari byltingar- innar. Annar baráttumaður fyrir „sannfullkomnu lýðræði“, Vyshinsky, utanríkisráðherra Stalíns og sendimaður á þingum Sameinuðu þjóð- anna, lét einnig ljós sitt skína á lýðræðið: „Lýðræði er stundum nefnt alræði öreiganna. Alræði öreiganna er raunar virkt lýðræði.“22 En lýðræði er til í ýmsum gerðum, svo að Vyshinsky varð að bæta við: „Svo lengi sem einræði starfar í nafni fólksins fyrir velferð föð- urlandsins, er það heilagt.“ Hvert var framlag þessa tungulipra sendi- 232
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.