Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 56
EIMREIÐIN
irnar svefnþorni „hugmyndafræðinnar“ einu sönnu. í þessum sumar-
löndum heimsins rís lýðræðið hæst!
Og hver er kenningin, sem hefur slíkar athafnir í för með sér?
Lenín, sem hafinn hefur verið á goðastall með kommúnistum, reit
um lýðræði í Ríki og byltingu. Að vísu er erfitt að henda þar reiður
á rökum hans, svo önnum kafinn sem hann er að senda „sníkjudýr-
um, pabbadrengjum, svikurum, smáborgaralegum lýðræðissinnum,
ömurlegum filisteum, kjöltuhundum“ og öðrum samstarfsmönnum
sínum í róttæklingafylkingu Norðurálfu skammaskeyti. En kalla má
þó skiigreiningu, er hann reit: „Lýðræðið er ekki það sama og að
minnihlutinn beygi sig fyrir meirihlutanum. Lýðræðið er r'tki, sem
viðurkennir að minnihlutinn skuli beygja sig fyrir meirihlutanum, þ.
e. kerfisbundin valdbeiting annarrar stéttarinnar til að undiroka
hina.“10 Síðar reit spekingurinn: „Kommúnisminn einn megnar að
skapa sannfullkomið lýðræði, og því fullkomnara sem það verður,
því fyrr verður það óþarft, því fyrr deyr það út af sjálfu sér.“20 Spá-
maðurinn Lenín kenndi, að ríkið myndi deyja út eftir aðdraganda-
tímabil kommúnismans, alræði öreiganna. Að vísu hefur reyndin orð-
ið önnur í ríkjum kommúnista, en vafalaust verður þeim ekki skota-
skuld úr því að skýra það, enda hafa þeir beitt þrætubókarlist sinni
á önnur og erfiðari verkefni. En hvað gerði maðurinn, sem taldi
kommúnismann einn megna að skapa „sannfullkomið lýðræði"? Var
það lýðræðissinninn Lenín, sem rændi völdum með harðsnúnum minni-
hlutahóp sínum árið 1917? Var það lýðræðishetjan sú, sem lagði á
ráðin með refsilöggjöf Ráðstjórnarríkjanna, einhvern ömurlegasta
lagabálk mannkynssögunnar?21 Var það lýðræðissinninn Lenín, sem
lét myrða hundruð þúsunda eða e. t. v. milljónir andstæðinga sinna?
Lenín er einn þeirra stjórnmálamanna, sem ávinna sér óverðskuldað-
an hróður með því einu að deyja of snemma, eins og George Orwell
sagði. Ógnarstjórn Stalínstímans á margar rætur sínar að rekja til
hans, þessa einsýna ofstækismanns, sem öllu fórnaði á altari byltingar-
innar.
Annar baráttumaður fyrir „sannfullkomnu lýðræði“, Vyshinsky,
utanríkisráðherra Stalíns og sendimaður á þingum Sameinuðu þjóð-
anna, lét einnig ljós sitt skína á lýðræðið: „Lýðræði er stundum
nefnt alræði öreiganna. Alræði öreiganna er raunar virkt lýðræði.“22
En lýðræði er til í ýmsum gerðum, svo að Vyshinsky varð að bæta
við: „Svo lengi sem einræði starfar í nafni fólksins fyrir velferð föð-
urlandsins, er það heilagt.“ Hvert var framlag þessa tungulipra sendi-
232