Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 67
EIMREIÐIN
er ekki spurning, þó að hún hafi öll ytri einkenni hennar. Og ekki er
gengið til atkvæða um óvissulögmál Heisenbergs eða afstæðiskenningu
Einsteins. Allt ber að sama brunni: Spurning hefur merkingu, ef (og
aðeins ef) henni er beint til manns, sem hefur fræðilegar forsendur
til að svara henni, og henni er ætlað að veita fróðleik. En hvers vegna
á þá að láta kjósendur velja um varnaraðgerðir gegn verðbólgu eða
aðildina að Atlanzhafsbandalaginu? Hafa þeir nægilega þekkingu á
þessum málum? Varla. Flestar — ef ekki allar — ákvarðanir, sem
taka verður í stjórnmálum, eru slíkar, að þær eiga ekki erindi til al-
mennings.
Hér hreyfir lesandinn einni mótbáru: En nú eru varnaraðgerðir
gegn verðbólgu mál allrar þjóðarinnar, en afstæðiskenningin vísinda-
mannanna, og þess vegna verður hún sjálf að taka ákvarðanir um hið
fyrra. Ég svara: Hvað er þá að segja um sjúklinginn, sem leitar til
læknis? Veit hann betur en læknirinn, hvað amar að? Auðvitað sjúlc-
dómsgreinir læknirinn hann og segir honum, hvað skynsamlegast er
að gera. En sjúklingurinn var frjáls að því að fara til læknisins eða ekki,
haga sér skynsamlega eða óskynsamlega. En stundum er ekki gerlegt
að komast að réttri niðurstöðu í stjórnmálum, þó að það sé hugsan-
legt. Og þá verður að láta afl atkvæða ráða. En það verður alltaf verri
kostur en sá að gera það, sem skynsamlegast er — án atkvæðagreiðslu.
Og lesandinn hreyfir annarri mótbáru: Ekki hljómar þessi kenning
lýðræðislega. Hér var innra frelsi skilgreint sem hæfileikinn til að
velja eða hafna og sagt, að kommúnistar og aðrir alræðissinnar rugl-
uðust á því og ytra frelsi. En hver er munurinn á þessari kenningu
og þeirri, að kjósendur hafi oft ekki hæfileikann til að velja og hafna
og að þjóðaratkvæðagreiðslur séu þá markleysa? Spurningin er reist
á misskilningi á eðli þingkosninga, hinum sama og áður. Pær eru ekki
spurningar nema í óeiginlegri merkingu, þær eru fyrst og fremst fram-
sal á réttindum, eins konar valdaafsal þjóðar til þings — þó að ekki
megi taka það orðalag of bókstaflega. Þingmenn eru fulltrúar þjóðar-
innar, ekki umboðsmenn. Þeirra eru völdin — og þeirra er ábyrgðin.
En af orðum mínum má ekki draga þá ályktun, að svipta eigi mann
kosningarétti, ef hann hefur ekki fræðilegar forsendur til að svara
stjórnmálaspurningum, heldur ber honum þá að afla sér þeirrar
þekkingar, sem nauðsynleg er. Hann á að vera fær um það. Sú trú,
ttúin á mátt mannsins, er forsenda lýðræðis.
í lýðræðisríkjum eru fulltrúar þegnanna, á íslandi alþingismenn-
irnir sextíu, ábyrgir gerða sinna fyrir alþjóð og einnig ríkisstjórn sú,
243