Eimreiðin - 01.07.1975, Side 70
EIMREIÐIN
7.
Svo var sagt, að ísland væri eyja úti í reginhafi, langt frá öðrum
löndum. En þessi fróðleikur gamalla landfræðibóka á ekki lengur
við. ísland er eitt Vesturlanda. Og vandi lýðræðisríkja Vesturlanda
er vandi íslands. Einn er lævíslegastur: andvaraleysið. Lýðræðislönd-
in eru einungis lítill skiki jarðar, annars staðar ráða harðstjórar ríkj-
um, hvort sem þeir kenna sig við fasisma eða kommúnisma. Og enn
er skellt skollaeyrum við áminningum manna, sem gerst þekkja hug-
myndaheim þeirra, sem hafa þá hugsjón að sjá rauða fána dregna að
hún um heim allan, orðum manna, sem verið hafa í þrælabúðum aust-
rænna einræðisherra eins og Alexander Solsjenitsyn eða reynt ár-
angurslaust að fá að segja samlöndum sínum sannleikann eins og
Andrei Sakharov og aðrir gerzkir andófsmenn. Að vísu má ekki gleyma,
að til er annað einræði en kommúnískt, en þó verður að hafa í huga,
að stjórnarherrar Ráðstjórnarríkjanna og Rauða-Kína eru hættuleg-
ustu andstæðingar lýðræðis og opins samfélags Vesturlanda nú á dög-
um. Spyrja þá einhverjir: Á nú að láta grýlurnar ganga aftur? Er
,,Rússagrýlan“ gamla ekki löngu dauð? Ég verð að hætta á hneyksl-
un Grýluverndunarfélagsins og segja hana á lífi og reyndar í fullu
fjöri. Sama er að segja um systur hennar hina gulu, þó að heimilis-
erjur séu einhverjar. Á meðan grýlurnar tvær og fylgiríkin, sem geta
þá gegnt hlutverki leppalúða, vígbúast af kappi og halda fast við
hina herskáu hugmyndafræði sína, verða Vesturlandabúar að vera á
varðbergi, hversu breitt sem valdhafarnir austrænu brosa. Þeir verða
að vakna af þeim væra blundi ábyrgðarleysisins, sem þeir hafa fallið í
fyrir framan sjónvarpsskjáinn, þar sem brugðið er upp myndum af
hörmungum stríða og hamförum af mannavöldum, af síðustu her-
mönnum frelsisins, sem yfirgefa Indó-Kína, af æstum skríl, sem ræðst
á skrifstofur jafnaðarmanna og kristilegra lýðræðissinna í Portúgal.
Og í öllu sællífinu missa menn alla mælikvarða. Ég heyrði í sumar
einn góðborgarann bölsótast í heita kerinu í laugunum — Hyde Park
íslendinga — yfir ófrelsinu á íslandi. „Menn mega ekki drekka bjór,
hafa hunda eða horfa á kanasjónvarpið . . . ísland er orðið einn and-
skotans ekki-má-skiki,“ sagði hann. En hvað eru slíkar hömlur á at-
hafnafrelsi (sem ég tel reyndar allar réttmætar) á móti kúgunarstjórn
og harðræði um allan heim? Því má aldrei gleyma — og ekki heldur
hinu, að á þessu andartaki gangur einhver ,,læknirinn“ stofugang á
„geðveikrahælum“ Kremlverja og dælir heilaskemmandi lyfjum í and-
ófsmenn.