Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 70

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 70
EIMREIÐIN 7. Svo var sagt, að ísland væri eyja úti í reginhafi, langt frá öðrum löndum. En þessi fróðleikur gamalla landfræðibóka á ekki lengur við. ísland er eitt Vesturlanda. Og vandi lýðræðisríkja Vesturlanda er vandi íslands. Einn er lævíslegastur: andvaraleysið. Lýðræðislönd- in eru einungis lítill skiki jarðar, annars staðar ráða harðstjórar ríkj- um, hvort sem þeir kenna sig við fasisma eða kommúnisma. Og enn er skellt skollaeyrum við áminningum manna, sem gerst þekkja hug- myndaheim þeirra, sem hafa þá hugsjón að sjá rauða fána dregna að hún um heim allan, orðum manna, sem verið hafa í þrælabúðum aust- rænna einræðisherra eins og Alexander Solsjenitsyn eða reynt ár- angurslaust að fá að segja samlöndum sínum sannleikann eins og Andrei Sakharov og aðrir gerzkir andófsmenn. Að vísu má ekki gleyma, að til er annað einræði en kommúnískt, en þó verður að hafa í huga, að stjórnarherrar Ráðstjórnarríkjanna og Rauða-Kína eru hættuleg- ustu andstæðingar lýðræðis og opins samfélags Vesturlanda nú á dög- um. Spyrja þá einhverjir: Á nú að láta grýlurnar ganga aftur? Er ,,Rússagrýlan“ gamla ekki löngu dauð? Ég verð að hætta á hneyksl- un Grýluverndunarfélagsins og segja hana á lífi og reyndar í fullu fjöri. Sama er að segja um systur hennar hina gulu, þó að heimilis- erjur séu einhverjar. Á meðan grýlurnar tvær og fylgiríkin, sem geta þá gegnt hlutverki leppalúða, vígbúast af kappi og halda fast við hina herskáu hugmyndafræði sína, verða Vesturlandabúar að vera á varðbergi, hversu breitt sem valdhafarnir austrænu brosa. Þeir verða að vakna af þeim væra blundi ábyrgðarleysisins, sem þeir hafa fallið í fyrir framan sjónvarpsskjáinn, þar sem brugðið er upp myndum af hörmungum stríða og hamförum af mannavöldum, af síðustu her- mönnum frelsisins, sem yfirgefa Indó-Kína, af æstum skríl, sem ræðst á skrifstofur jafnaðarmanna og kristilegra lýðræðissinna í Portúgal. Og í öllu sællífinu missa menn alla mælikvarða. Ég heyrði í sumar einn góðborgarann bölsótast í heita kerinu í laugunum — Hyde Park íslendinga — yfir ófrelsinu á íslandi. „Menn mega ekki drekka bjór, hafa hunda eða horfa á kanasjónvarpið . . . ísland er orðið einn and- skotans ekki-má-skiki,“ sagði hann. En hvað eru slíkar hömlur á at- hafnafrelsi (sem ég tel reyndar allar réttmætar) á móti kúgunarstjórn og harðræði um allan heim? Því má aldrei gleyma — og ekki heldur hinu, að á þessu andartaki gangur einhver ,,læknirinn“ stofugang á „geðveikrahælum“ Kremlverja og dælir heilaskemmandi lyfjum í and- ófsmenn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.