Eimreiðin - 01.07.1975, Page 71
EIMREIÐIN
Andvaraleysið og sofandahátturinn er ekki einungis um athafnir of-
beldissinnanna, heldur einnig hugmyndir þeirra. Og hverjar eru þær?
Marxisminn er áhrifamesta og hættulegasta hugmyndafræði óvina op-
ins samfélags og lýðræðis nú á dögum, í hann geta hinir austrænu
einræðisherrar sótt réttlætingu ofbeldis síns og illvirkja og umróts-
menn og múgsálir á Vesturlöndum ódýra og auðskiljanlega lausn á
lífsgátunni. Hann er fullvissunnar friðarhöfn öllum þeim, sem hafa
ekki kjarlc til þess að sigla sjálfir, hann er vígorðasmiðja manna, sem
nenna ekki að hugsa, hann er staðleysudraumur þeirra, sem geta ekki
tekizt á við verkefni dagsins. Og þessi kenning er hættuleg, þó að hún
sé reyndar ekki tekin alvarlega, þar sem heimspeki er kennd — en
ekki hugarflugsfræði að hætti þeirra Jóhanns Páls Sartre, Marteins
Heideggers og Marcuses — hún er hættuleg vegna þess aðdráttarafls,
sem hún hefur, hversu hún höfðar til tilfinninga og hvata mannsins.
í einu vetfangi verða þeim, sem taka marxistatrú, ljósar allar gát-
urnar miklu, vitund og verund, lögmál og frelsi og mörkin mann-
legrar þekkingar. Pann sannleikskjarna, sem kenningin felur í sér,
auka þeir og margfalda í eigin huga, þangað til annað er að engu orð-
ið, þeir rígnegla sig við fáeinar hugmyndir og útiloka allar aðrar. Og
í óraflókinni iðu mannlegra athafna og hugsunar er slík aðferð fráleit.
En hættulegust er hún vegna þess, að þeir, sem komizt hafa að slík-
um sannleik, samsama tilganginn og tækin. Þeim eru allar leiðir leyfi-
legar að marki. Hvaða máli skipta fáein mannslíf, örlítil ósannindi,
þegar um þúsundáraríkið sjálft er að ræða? Fæstir gera kommúnistar
sér grein fyrir, að þessari spurningu svara þeir í raun: Engu. Ljóm-
inn af sælunni í himnaríki á jörðu er svo sterkur, að þeir sjá ekki það,
sem nær stendur. Sólin blindar þá. Annars er að geta, sem athvglis-
vert er. Flestir trúverjendur Marxs á Vesturlöndum kosta nú á dög-
um kapps að sannfæra sjálfa sig og aðra um, að í Ráðstjórnarríkjun-
um og leppríkjunum sé í raun og veru enginn marxismi ástundaður.
En ég held því fram, að þróunin þar og í Rauða-Kína (sem er nægi-
lega lokið land og langt í burtu, til þeir geta trúað því, sem þeir
vilja um það) hljóti að vera vísbending um það, sem gerist, þegar
reynt er að koma á kommúnisma, sameignarskipulagi. í kommúnískri
stjórnskipun, í hinni algeru miðstýringu atvinnulífs og menningar,
eru frækorn ofbeldisins falin. Sá, sem fundið hefur hinn eina, sanna
sannleik, þekkir ekki umburðarlyndið:
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala,
247