Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 71

Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 71
EIMREIÐIN Andvaraleysið og sofandahátturinn er ekki einungis um athafnir of- beldissinnanna, heldur einnig hugmyndir þeirra. Og hverjar eru þær? Marxisminn er áhrifamesta og hættulegasta hugmyndafræði óvina op- ins samfélags og lýðræðis nú á dögum, í hann geta hinir austrænu einræðisherrar sótt réttlætingu ofbeldis síns og illvirkja og umróts- menn og múgsálir á Vesturlöndum ódýra og auðskiljanlega lausn á lífsgátunni. Hann er fullvissunnar friðarhöfn öllum þeim, sem hafa ekki kjarlc til þess að sigla sjálfir, hann er vígorðasmiðja manna, sem nenna ekki að hugsa, hann er staðleysudraumur þeirra, sem geta ekki tekizt á við verkefni dagsins. Og þessi kenning er hættuleg, þó að hún sé reyndar ekki tekin alvarlega, þar sem heimspeki er kennd — en ekki hugarflugsfræði að hætti þeirra Jóhanns Páls Sartre, Marteins Heideggers og Marcuses — hún er hættuleg vegna þess aðdráttarafls, sem hún hefur, hversu hún höfðar til tilfinninga og hvata mannsins. í einu vetfangi verða þeim, sem taka marxistatrú, ljósar allar gát- urnar miklu, vitund og verund, lögmál og frelsi og mörkin mann- legrar þekkingar. Pann sannleikskjarna, sem kenningin felur í sér, auka þeir og margfalda í eigin huga, þangað til annað er að engu orð- ið, þeir rígnegla sig við fáeinar hugmyndir og útiloka allar aðrar. Og í óraflókinni iðu mannlegra athafna og hugsunar er slík aðferð fráleit. En hættulegust er hún vegna þess, að þeir, sem komizt hafa að slík- um sannleik, samsama tilganginn og tækin. Þeim eru allar leiðir leyfi- legar að marki. Hvaða máli skipta fáein mannslíf, örlítil ósannindi, þegar um þúsundáraríkið sjálft er að ræða? Fæstir gera kommúnistar sér grein fyrir, að þessari spurningu svara þeir í raun: Engu. Ljóm- inn af sælunni í himnaríki á jörðu er svo sterkur, að þeir sjá ekki það, sem nær stendur. Sólin blindar þá. Annars er að geta, sem athvglis- vert er. Flestir trúverjendur Marxs á Vesturlöndum kosta nú á dög- um kapps að sannfæra sjálfa sig og aðra um, að í Ráðstjórnarríkjun- um og leppríkjunum sé í raun og veru enginn marxismi ástundaður. En ég held því fram, að þróunin þar og í Rauða-Kína (sem er nægi- lega lokið land og langt í burtu, til þeir geta trúað því, sem þeir vilja um það) hljóti að vera vísbending um það, sem gerist, þegar reynt er að koma á kommúnisma, sameignarskipulagi. í kommúnískri stjórnskipun, í hinni algeru miðstýringu atvinnulífs og menningar, eru frækorn ofbeldisins falin. Sá, sem fundið hefur hinn eina, sanna sannleik, þekkir ekki umburðarlyndið: Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins, sem ekki hlusta á Negus Negusi tala, 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.