Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 72
EIMREIÐIN
yrkir Steinn. Og í slíku ríki verður að vera sannleiksráðuneyti eins
og árið 1984.
Draumur marxista er draumurinn um staðleysuna — þó að þeir
félagar Marx og Engels hafi reyndar sjálfir ritað gegn staðleysutrú34
— um góðlenduna, þúsundáraríkið, sælueyna. En fyrirmyndarríkið
verður seint fundið, — sízt með ofbeldi, hryðjuverk og hjátrú að
leiðarljósi. Þá dreymir um mauraþjóðfélagið, hið samhæfða, skipu-
lagða samfélag múghyggjunnar, þar sem hverjum er skipað á sinn bás,
einn er hermaur, annar landbúnaðarmaur, þriðji verkamaur, fjórði
fræðslumaur, fimmti stjórnmaur. Og auðvitað eru allir saddir og
ánægðir í slíku samfélagi. Þeir eru ánægðir á sama hátt og íbúarnir í
hinni Fögru, nýju veröld Huxlevs. Aðdráttarafl kviðfvllingarhug-
mynda sem þessara verður enn meira á þeirri vargöld og vindöld,
sem nú er í heiminum, menn flýja á náðir slíkra drauma, ef þeir fá
einungis litið skuggahliðar lýðræðis Vesturlanda, lausungina, siðspill-
inguna, kjötkveðjuhátíðir kaupahéðnanna, gervimennin, eymdina og
hungrið í Þriðja heiminum svonefnda. En í mauraþjóðfélagi þeirra er
hið stoltaralega nafn, sem maðurinn gaf sjálfum sér, homo sapiens —
viti borin vera — hlálegt öfugmæli. Og draumur sem þessi verður að
martröð, eins og nazisminn var á sínum tíma í Þriðja ríkinu þýzka,
eins og kommúnisminn er enn í vinnubúðavítunum austantjalds. Naz-
ismi og kommúnismi eru tvær greinar af sama meiði, meiði ofbeldis-
ins. Og sú „heimspekimartröð, sem tröllríður Þjóðverjum og því mið-
ur hefur tekizt að gera að einni af iandplágum heimsins,“ eins og
Halldór Laxness segir í Skáldatíma, skuldaskilum sínum við komm-
únismann, er þýzk frumspeki — heimspeki Hegels, Marxs og spor-
göngumanna þeirra, þráttarhyggja, samsemdarspeki og hugarflugsfræði,
heilaköst og hugarórar. Þeir einir geta unnið á andvaraleysinu, sem
áttað hafa sig á eðli þessarar hugmyndafræði, þessarar dulspeki með
vélamenningu að vopni, eins og Tómas Mann orðaði það.35
Önnur hættan er varnarleysi lýðræðislegrar stjórnskipunar, bæði í
beinum skilningi og óbeinum. Kastalaherrarnir í Kreml þurfa ekki að
bera athafnir sínar undir almenning á fjögurra ára fresti, þurfa ekki
að hugsa í kjörtímabilum eins og stjórnmálamenn á Vesturlöndum,
heldur geta þeir lagt á ráðin til langs tíma. Á Vesturlöndum reka
skattgreiðendur t. d. upp ramakvein, ef auka á hernaðarútgjöld, en
austan tjalds eru valdhafarnir óbundnir í þeim efnum.30 Hið opna
samfélag er einnig varnarlaust fyrir ofbeldisseggjum eins og Baader-
Meinhof-genginu vestur-þýzka, sem þegar hefur verið minnzt á, ein-
248