Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 72
EIMREIÐIN yrkir Steinn. Og í slíku ríki verður að vera sannleiksráðuneyti eins og árið 1984. Draumur marxista er draumurinn um staðleysuna — þó að þeir félagar Marx og Engels hafi reyndar sjálfir ritað gegn staðleysutrú34 — um góðlenduna, þúsundáraríkið, sælueyna. En fyrirmyndarríkið verður seint fundið, — sízt með ofbeldi, hryðjuverk og hjátrú að leiðarljósi. Þá dreymir um mauraþjóðfélagið, hið samhæfða, skipu- lagða samfélag múghyggjunnar, þar sem hverjum er skipað á sinn bás, einn er hermaur, annar landbúnaðarmaur, þriðji verkamaur, fjórði fræðslumaur, fimmti stjórnmaur. Og auðvitað eru allir saddir og ánægðir í slíku samfélagi. Þeir eru ánægðir á sama hátt og íbúarnir í hinni Fögru, nýju veröld Huxlevs. Aðdráttarafl kviðfvllingarhug- mynda sem þessara verður enn meira á þeirri vargöld og vindöld, sem nú er í heiminum, menn flýja á náðir slíkra drauma, ef þeir fá einungis litið skuggahliðar lýðræðis Vesturlanda, lausungina, siðspill- inguna, kjötkveðjuhátíðir kaupahéðnanna, gervimennin, eymdina og hungrið í Þriðja heiminum svonefnda. En í mauraþjóðfélagi þeirra er hið stoltaralega nafn, sem maðurinn gaf sjálfum sér, homo sapiens — viti borin vera — hlálegt öfugmæli. Og draumur sem þessi verður að martröð, eins og nazisminn var á sínum tíma í Þriðja ríkinu þýzka, eins og kommúnisminn er enn í vinnubúðavítunum austantjalds. Naz- ismi og kommúnismi eru tvær greinar af sama meiði, meiði ofbeldis- ins. Og sú „heimspekimartröð, sem tröllríður Þjóðverjum og því mið- ur hefur tekizt að gera að einni af iandplágum heimsins,“ eins og Halldór Laxness segir í Skáldatíma, skuldaskilum sínum við komm- únismann, er þýzk frumspeki — heimspeki Hegels, Marxs og spor- göngumanna þeirra, þráttarhyggja, samsemdarspeki og hugarflugsfræði, heilaköst og hugarórar. Þeir einir geta unnið á andvaraleysinu, sem áttað hafa sig á eðli þessarar hugmyndafræði, þessarar dulspeki með vélamenningu að vopni, eins og Tómas Mann orðaði það.35 Önnur hættan er varnarleysi lýðræðislegrar stjórnskipunar, bæði í beinum skilningi og óbeinum. Kastalaherrarnir í Kreml þurfa ekki að bera athafnir sínar undir almenning á fjögurra ára fresti, þurfa ekki að hugsa í kjörtímabilum eins og stjórnmálamenn á Vesturlöndum, heldur geta þeir lagt á ráðin til langs tíma. Á Vesturlöndum reka skattgreiðendur t. d. upp ramakvein, ef auka á hernaðarútgjöld, en austan tjalds eru valdhafarnir óbundnir í þeim efnum.30 Hið opna samfélag er einnig varnarlaust fyrir ofbeldisseggjum eins og Baader- Meinhof-genginu vestur-þýzka, sem þegar hefur verið minnzt á, ein- 248
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.