Eimreiðin - 01.07.1975, Side 73
EIMREIÐIN
sýnum ofstækismönnum, sem reiðubúnir eru að færa hvers konar
fórnir fyrir „húgsjónir“ sínar, blindingjasólirnar. Lýðræði er reist á
gagnkvæmu trausti borgaranna og á málamiðlun á milli þeirra. Ef
lýðræðissinnar halda ekki vöku sinni, geta fámennir, en harðskeyttir
hópar öfgamanna skotið stoðirnar undan hinu opna samfélagi — og
allt hrynur. Sú skálmöld, sem flugræningjar, morðvargasveitir, hryðju-
verkamenn, óður stúdentaskríll, mannræningjar og aðrir „hugsjóna-
menn“ hafa leitt yfir sum Vesturlönd, er ógnun við lýðræði. Annars
vegar geta aðgerðir þeirra leitt til þess, að viðbragðið verði of harka-
legt, hins vegar geta þær magnazt, ef ekki er tekið á þeim af festu.
Og íslendingar ættu ekki að segja það, sem mörgum öðrum hefur
orðið á: Það gerist aldrei hér. Að vísu eigum við ekki við slíkan vanda
að etja sem margar aðrar þjóðir, en þó er hér af nógum dæmum að
taka og nýlegum.
Adam frá Brimum sagði um íslendinga, að þeir hefðu engan kon-
ung annan en lögin — og þótti gott á þeim tímum. En heldur fór nú
lítið fyrir löghlýðninni, er sett voru bráðabirgðalög sl. sumar til að
leysa vinnudeilu í ríkisverksmiðjunum. Verkalýðssamtök og stjórnar-
andstöðuflokkar vildu lögin virt að vettugi, sem og varð. Að vísu
leystist deilan skömmu síðar, en ljóst er, að málið var í raun og veru
miklu alvarlegra en virtist vera. Ef vér slítum í sundur lögin, slítum
vér og friðinn, sagði vitur maður einu sinni. Var þessi litla bára fyrstu
merkin um þá holskeflu, sem brýtur varnargarð skynsamlegrar stjórn-
skipunar niður? Eru stjórnvöld varnarlaus fvrir þeim hagsmunasam-
tökum, sem viðurkenna hnefaréttinn einan? í upphafi þessa spjalls
var farið hörðum orðum um þá sextíumenninga, sem sitja á þingi og
ráða með sér málum lands og þjóðar. Þá fiskisögu er að segja af þeim
flestum, að þeir veiða í net. Netin eru gerð úr kosningaloforðum
þeirra og lygi, og þau eru lögð út, þar sem von er auðginntra atkvæða
eða ábyrgðarlausra hagsmunahópa, sem selja atkvæði sín. Fyrir kem-
ur hér á landi, að fámennir hópar, þar sem hver einstaklingur á hags-
muna að gæta, kúgi í raun og veru hina, þar sem hagsmunirnir dreif-
ast svo, að enginn finnur verulega fyrir. Og stjórnmálamenn eru mjög
veikir fyrir þessum háværu kröfugerðarhópum. Hvaða máli skiptir
það heildina, að hundrað milljónir eru færðar til þúsund manna? Og
þannig hefur ríkisbáknið verið blásið út og búnar til margvíslegar
gerviþarfir, sem ríkið sinnir. í sífellu er klifað á vígorðum eins og
„samneyzlu” og „skipulagshyggju“, sem eru einungis önnur orð um
n'kisvald og afskiptasemi af einstaklingnum hjá málsvörum múghyggj-
249