Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 73

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 73
EIMREIÐIN sýnum ofstækismönnum, sem reiðubúnir eru að færa hvers konar fórnir fyrir „húgsjónir“ sínar, blindingjasólirnar. Lýðræði er reist á gagnkvæmu trausti borgaranna og á málamiðlun á milli þeirra. Ef lýðræðissinnar halda ekki vöku sinni, geta fámennir, en harðskeyttir hópar öfgamanna skotið stoðirnar undan hinu opna samfélagi — og allt hrynur. Sú skálmöld, sem flugræningjar, morðvargasveitir, hryðju- verkamenn, óður stúdentaskríll, mannræningjar og aðrir „hugsjóna- menn“ hafa leitt yfir sum Vesturlönd, er ógnun við lýðræði. Annars vegar geta aðgerðir þeirra leitt til þess, að viðbragðið verði of harka- legt, hins vegar geta þær magnazt, ef ekki er tekið á þeim af festu. Og íslendingar ættu ekki að segja það, sem mörgum öðrum hefur orðið á: Það gerist aldrei hér. Að vísu eigum við ekki við slíkan vanda að etja sem margar aðrar þjóðir, en þó er hér af nógum dæmum að taka og nýlegum. Adam frá Brimum sagði um íslendinga, að þeir hefðu engan kon- ung annan en lögin — og þótti gott á þeim tímum. En heldur fór nú lítið fyrir löghlýðninni, er sett voru bráðabirgðalög sl. sumar til að leysa vinnudeilu í ríkisverksmiðjunum. Verkalýðssamtök og stjórnar- andstöðuflokkar vildu lögin virt að vettugi, sem og varð. Að vísu leystist deilan skömmu síðar, en ljóst er, að málið var í raun og veru miklu alvarlegra en virtist vera. Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og friðinn, sagði vitur maður einu sinni. Var þessi litla bára fyrstu merkin um þá holskeflu, sem brýtur varnargarð skynsamlegrar stjórn- skipunar niður? Eru stjórnvöld varnarlaus fvrir þeim hagsmunasam- tökum, sem viðurkenna hnefaréttinn einan? í upphafi þessa spjalls var farið hörðum orðum um þá sextíumenninga, sem sitja á þingi og ráða með sér málum lands og þjóðar. Þá fiskisögu er að segja af þeim flestum, að þeir veiða í net. Netin eru gerð úr kosningaloforðum þeirra og lygi, og þau eru lögð út, þar sem von er auðginntra atkvæða eða ábyrgðarlausra hagsmunahópa, sem selja atkvæði sín. Fyrir kem- ur hér á landi, að fámennir hópar, þar sem hver einstaklingur á hags- muna að gæta, kúgi í raun og veru hina, þar sem hagsmunirnir dreif- ast svo, að enginn finnur verulega fyrir. Og stjórnmálamenn eru mjög veikir fyrir þessum háværu kröfugerðarhópum. Hvaða máli skiptir það heildina, að hundrað milljónir eru færðar til þúsund manna? Og þannig hefur ríkisbáknið verið blásið út og búnar til margvíslegar gerviþarfir, sem ríkið sinnir. í sífellu er klifað á vígorðum eins og „samneyzlu” og „skipulagshyggju“, sem eru einungis önnur orð um n'kisvald og afskiptasemi af einstaklingnum hjá málsvörum múghyggj- 249
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.