Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 74
EIMREIÐIN
unnar og aukinnar miðstýringar. Varnarleysið fyrir kröfugerðarhóp-
um, sem hafa kverkatök á einhverri atvinnugreininni og notað þau til
að herja út fé, og valdsöfnun, þar sem hún er óþörf, eru miklar hætt-
ur íslenzku lýðræði.
Vanþekking þegnanna í lýðræðislöndum er þriðja hættan. Ósvífnir
stjórnmálasnápar geta slegið slíku ryki í augu almenningi, að allt
verður grátt, ekki unnt að greina rétt frá röngu. f efnahags- og ör-
yggismálum gefa þessir vizkugarpar sér lausan tauminn, skeiða sum-
ir um með falsaðar tölur og staðlausa stafi. Þar stendur staðhæfing
gegn staðhæfingu, og veslings áhorfandinn hefur engin tök á að
meta málið. Oftast fer hann þá af gömlum vana í þá fylking-
una, sem hann hefur áður verið samferða. Fjölmiðlar eins og sjón-
varp hafa gegnt sínu hlutverki í þessari gengisfellingu allrar stjórn-
málagagnrýni. Þar er orðið þegar gleymt, er maðurinn hefur mælt
það, en hin ytri áhrif, framkoma og sannfæringarmáttur, skipta sköp-
um. íslenzkir fjölmiðlungar eru líka margir illa að sér og umróts-
gjarnir. Þeir hafa minni áhuga á sönnum fréttum en æsilegum, þeir
þurfa að selja sjálfa sig, blaðið eða stefnuna. Þetta eiga þeir reyndar
sameiginlegt með mörgum starfsbræðrum sínum erlendum, en oft
virðast þeir reyna að leika á lágkúrulegustu sálarstrengina, öfund,
illkvittni og ofstæki. Fáum er gefið að gæta hins gullna meðalhófs,
að láta ekki mýla sig annars vegar og fleipra ekki fávíslega hins veg-
ar. Dagblöðin íslenzku, ríkisfjölmiðlar og allur almenningur eru allt
of væg í misferlismálum, þar er stjórnmálamönnum og liði þeirra
leyft að stinga ýmsu undir stól, sem ástæða er til að leiða í ljós. E:n
þó kemur fyrir, að óþægilegar staðreyndir eru dregnar fram í dags-
Ijósið, svo sem er Þorsteinn Sæmundsson gerði sællar minningar
grein fyrir högum Steingríms Hermannssonar, sem þó er enn þing-
maður og reyndar ritari Framsóknarflokksins. En slík aðgerð verður
að vera óaðfinnanleg, og hræddur er ég um, að margur ofanfletting-
urinn, sem ætlar sig Stokkman lækni, sé í raun og veru líkari Hof-
stað ritstjóra hjá Ibsen. Áðan var getið efnahags- og örvggismála og
vanþekkingar alls þorra manna á þessum lvkilgreinum stjórnmálanna. I
hinu tæknivædda iðnríki er forsenda skynsamlegrar stjórnmálaum-
ræðu aukin þekking í þeim efnum. Og væri þjóðþrifaráð að kenna
hagfræði og rökhugsun sem skyldu í öllum skólum landsins. Þá yrðu
málspjallamennirnir að hætta að kalla ofsaþenslu ,,framkvæmdagleði“,
efnahagsörðugleika „bókhaldsvandræði", einræði „félagshyggju“ og
lýðræði „auðvaldslygi“. Firrur sértrúarsafnaða eiga ekki erindi inn á
250