Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 76

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 76
EIMREIÐIN Ég kann sanna sögu af manni, sem þorði að vera uppréttur maður, homo erectus, á úrslitastund þegar það gat kostað hann lífið. Á úrslitastundum koma jafnan fram slíkir menn — innan um hina sem þá hverfa aftur á fjóra fætur. Sagan er þannig: Pað var einn dag í þjóðaruppreisn Ungverja 1956, þegar bardagar stóðu á götunum í Búdapest og skriðdrekum var ekið á fólkið sem barðist með byssum og handsprengjum meðan gafst, seinna með grjóti og með hnúum og hnefum, að þrír skriðdrekar lögðu leið sína að stórum vinnustað. Verkamenn héldu þar með sér fund, ræddu málefni sín. Pegar sást til skriðdrekanna greip um sig meðal þeirra ótti og óðagot. Enginn vissi hvað hans beið. Áminning? Nauð- ungarflutningur? Bráður bani þar á staðnum? Skriðdrekinn nálgaðist sá er fremstur fór. Og mennirnir hrukku undan í skjól, allir nema einn. Hann hopaði hvergi og tók sér stöðu í hliðinu miðju sem að vinnustaðnum sneri. Skriðdrekinn átti þangað stutt ófarið, þá stöðvað- ist hann. Ot úr skotturninum steig liðsforingi sem skipaði manninum í burt. En hann hreyfði sig ekki. Liðsforinginn hvarf ofan í skotturninn, skriðdrekinn mjakaðist af stað, nálgaðist hliðið metra fyrir metra. Ekkert var jafn líklegt og hann héldi leiðar sinnar yfir manninn, malaði hann í klessu og héldi leiðar sinnar. En maðurinn stóð kyrr andspænis vélarhljóðinu, skriðbeltunum, gín- andi byssunni, óvopnaður, ekki einu sinni með stein í hendinni. Skriðdrekinn þokaðist nær og nær. Allt í einu, kominn fast upp að mannin- um, stöðvaðist hann öðru sinni. Liðsforinginn steig út og endurtók fyrirmælin. En andstæðingur hans neitaði að hlýða. Pá þustu vinnufélagar mannsins fram og skipuðu sér í raðir honum til beggja handa. Liðsforinginn hvarf enn ofan í skotturninn. Pögn féll á. Klukkurnar tifuðu. Pegar liðin var hálf stund, viku skriðdrekarnir undan. Hólmgöngunni var lokið. Eftir á var maðurinn spurður: „Hvernig var þér innanbrjósts í miðju hlið- inu — einn andspænis skriðdreka?“ Svar hans var stutt: „Pað er alltaf gott að standa þar sem maður á að standa.“ í þessu spjalli hefur verið farið fáeinum orðum um hefðarspeki og ,,hugmyndafræði“ stjórnmálamanna, um uppruna orðsins ,lýðræði‘, merkingu og notkun nú á dögum, um skilning marxista á lýðræði, um ýmsar þversagnir lýðræðis og um vanda Vesturlanda. En viðfangs- efni þess er þó umfram allt maðurinn, homo erectus annars vegar, sá, sem fer á fjórar fætur hins vegar. Og kenningin er þessi: Ef vér stöndum, þar sem vér eigum að standa, eins og verkamaðurinn gerði í Búdapest, þá er enn von.37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.