Eimreiðin - 01.07.1975, Síða 78
EIMREIÐIN
Sigurður dró af hugleiðingum sínum, var, að menntað einveldi (sbr. bls. 228 í
sömu bók) væri bezta stjórnskipunin, og sagði þó: „En jafnan hefur reynzt ærnum
vandkvæðum bundið að finna réttan einvald.“ Ýmislegt fleira er og að athuga
við draumsýnina um menntaðan einvald (eða nútímahliðstæðu hennar, tækni-
ræði). Hvað er þar að segja um mannréttindi, frelsi, jafnrétti og sjálfsákvörð-
unarrétt?
S3Sbr. Justus Hartnack: Politik og filosofi, bls. 18—22.
34Þess má geta, að marxismi, eins og hann er oftast skilinn, þ. á m. hér, er
lítið annað en ummyndun og einföldun (og jafnvel afskræming) Engels og
Leníns og fylgifiska þeirra á kenningu Marxs, sem er um margt hugvitsamleg,
þó að langflestir fræðimenn hafni henni nú á dögum sem frumspekilegri sam-
steypu spásagna og goðsagna, bernskrar vísindatrúar 19. aldar og heimspeki
þýzkra grillufangara eins og Hegels. En fráleitari er þó kenning ýmissa „ný-
marxista“, sem skilja marxisma sem eins konar nýtízku-Zenbúddisma (eins og
Erich Fromm segir) og flétta hann saman við sálgreiningu og lágkúrukristni,
svo að úr verður hinn mesti óskapnaður.
35Ummæli Halldórs eru í Skáldatíma, bls. 71 (Reykjavík 1963). En orð
Tómasar Manns, eins fremsta talsmanns vestrænnar mannhyggju, eru í tímarit-
inu Helgafelli 1942, bls. 155.
3RFyrir skömmu varð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Schlesinger, að láta
af starfi sínu, þar sem hann barðist fyrir auknum fjárveitingum til varnarmála,
en Kremlverjar hafa stóraukið vígbúnað sinn síðari árin, eins og öllum er kunn-
ugs. Hvers vegna? Svara má með annarri spurningu: Hvers vegna vígbjóst
Hitler? Til gamans? En þetta skilur forseti Bandaríkjanna ekki, enda mun rök-
vísleg hugsun varla vera honum slíkt kappsmál sem endurkjörið.
3 "Þeim Þorsteini Gylfasyni lektor, stærðfræðingnum dr. Halldóri Guð-
jónssyni og Kjartani Magnússyni og Jóni Guðmundssyni cand. mag. eru þakk-
aðar íjölmargar gagnlegar ábendingar um efni og málfar.
254