Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 93

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 93
EIMREIÐIN mættir. Komnir vel á undan mér. Skála saman í friði áður en aðskotadýrið sem ekki tókst að eyða kemur í hóp- inn. Ingólfur opnar fyrir mér. Ég tek eftir að liann er dálítið sveittur á enninu. Hann er orðinn slappari í framan en ég hélt að hann væri. Hann er mjög fölur, eiginlega gráleitur. Ilann er í mjög fínni stöðu að áliti flestra. Hann kynnir mig fyrir konunni sinni sem ég ekki þekkti og leiðir mig svo í stofu. Þeir eru þrír, fjórir með Ingólfi. Þeir sitja allir kringum mikið og stórt palísandersófaborð, allir með stórt glas í hendinni. Stefán situr í sófanum ásamt Hannesi, þeir sitja sinn í hvor- um enda sófans. í hægindastólnum við endann á sófaborðinu situr Erlendur. Ingólfur bendir mér að setjast í stól- inn við hinn endann þannig að ég hef Erlend beint á móti mér, Stefán til hægri í sófanum, en stólarnir vinstra megin við mig eru auðir. Ingólfur spyr mig hvort ég vilji asna, ég jánka því, hann réttir mér glas og sest svo við hliðina á Erlendi þannig að stóllinn næst mér vinstra megin er auður. Skyldi hann hafa verið vanur að sitja í honum, þegar hann var þarna? Ég vil ekki spyrja þá að því. Ég lyfti glasinu og skála við þá. Asninn er góður. Nóna sit ég á móti þeim, þessum mönnum sem ég hafði hevrt ýmislegt um--------af því þeir voru vinir hans, mennirnir sem hann umgekkst mest áður en ég kom til sögunnar. Þeir virtust vera í vandræðum með það sem þeir vildu segja svo ég levfi mér að horfa á þá, skoða þá einn af öðr- um því ég hafði lengi ekki haft tæki- fei'i til að virða þá fyrir mér úr svona lítilli fjarlægð. Stefán, sem sititr við hliðina á mér er unglingslegastur ennþá, kannski er hann líka yngstur, ég veit það ekki, það er bjart yfir honum, hann ei sposkur á svipinn og það er meiri bjarmi í augum hans en hinna. Hann minnir mig á stórt barn sem er enn- þá í stríðnisleik við heiminn. Hannes er með fýlusvip. Hann er leikari og fær mjög sjaldan góða dórna fyrir list sína, hann er líka víxlgeng- ur á mörkum kynjanna og drekkur sig fullan að minnsta kosti einu sinni í viku með ýmsum afleiðingum. Erlendur sem situr á móti mér er horaður og heldur óheilbrigður á svip- inn. Ég held að hann sé orðinn maga- veikur en hann drekkur sinn skammi fyrir því. Hann er blaðamaður, ætl- aði einu sinni að verða rithöfundur og skrifa snjallar bækur. Hann lifir enn á hæfileikunum sem hann var ekki maður til að gera rneira úr. Hann kann móðurmálið og á mjög létt með að skrifa skýrt enda þótt titrandi hönd haldi á pennanum. Hann mun hafa verið góður maður til viðræðu urn málið. Ég held að hann hafi einhvern tíma skrifað ritgerð um byggingu Ólafs sögu Tryggvasonar. Hann hlýtur þá að hafa kunnað einhver skil á stíl Snorra en það var kært umræðuefni. Ingólfur, svampkenndur í framan og glaseygður af brennivíni með slappa bumbu undir fallljótri nylonskyrtunni, var smekkmaðurinn víðlesni í þessum hópi. Hann hafði lesið allar skáld- sögur aldarinnar sem máli skiptu og ýmislegt gott frá öðrum öldum og hafði prófessorslegt vit á tækni, minn- um og persónusköpun og gat ausið erfiðislaust af nægtabrunni þekkingar sinnar. Og nú sat ég þarna með þeim og þeir ætluðust til að ég segði þeim lausn á gátunni sem þeim fannst þeir vera búnir að glíma við nógu lengi. 269
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.