Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 94

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 94
EIMREIÐIN Mér fannst þessi þögn vera orðin nokkuð löng og helsti óþægileg, þeir voru allir farnir að stara á mig eins og ég væri einhver furðufiskur sem rekið hafði fyrir fætur grandalausra manna á kvöldgöngu. — Ef þið hafið ekkert við mig að segja get ég alveg eins farið? Stefán flissar eins og stelpa, sem strokið hef- ur verið um huppinn. Erlendur lyftir hendinni og bendir með sígarettunni til áréttingar orðum sínum: — I>ú veist af hverju við höfum beðið þig um að koma hingað. Okkur langar til að vita hvort þú getir ekki sagt okkur hvað gerðist, hvers vegna það gerðist og hvort það var allt rétt sem sagt var. Áður en ég svara lít ég yfir þá aft- ur og á svipstundu sé ég það sem ég hafði kannski alltaf vitað; það sem skildi á milli hans og þessara manna var að þeir voru smáir í andanum, þeir voru allir of háðir sjálfum sér til þess að geta þjáðst af því að vera þeir sjálfir. Þeir sáu ekki langt út fvrir garðinn. Og í rauninni var það að þeir skyldu spyrja, þurfa að spyrja, næg ástæða til að tala ekki við þá. Ef þeir vissu ekki eftir allan þennan áralanga samgang hvað hafði verið að gerast, hvernig áttu þeir þá að skilja það nú, allir hálffullir? Og hafandi mig til að segja þeim það sem síst var þess um- kominn að gera því skil í stuttu máli. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að það besta væri að segja þeirn ekki neitt. — Ég býst við, að ég hafi orðið jafnundrandi og þið. Ég átti ekki von á því, alls ekki. Ingólfur virðist ekki gera sig ánægð- an með þetta svar, mér sýnist það á svipnum á honum. í andlitum hinna gerist ekki neitt eins og þeim væri alveg sama um þetta allt saman, að minnsta kosti á þessu augnabliki. — Var ekkert í hegðun hans dag- ana á undan sem benti til þess sem svo gerðist? Ekkert sem þér fannst eftir á hafa bent til þess? spurði Ing- ólfur. — Nei, ég held ég geti fullyrt það en ég sá hann heldur ekki svo oft. — Oftar en við skýtur Stefán inn í. — Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér ekkert benda frek- ar til þess seinustu dagana á undan en flesta daga. — Áttu við, að þú hafir búist við því hvenær sem var strax eftir að þið fóruð að umgangast aftur? — Nei, kannski ekki strax, en eft- ir að við vorum búnir að umgangasf í nokkurn tíma, fannst mér ég geta átt von á því hvenær sem var. Mér sýndust þeir allir verða dálítið undrandi á þessu. — Og af hverju? spyr Ingólfur mjög hátíðlega. — Eiginlega ekki af neinu sérstöku mér bara fannst það. — Ég skil, segir Erlendur. — Þér sem sagt fannst eins og hann bæri það með sér að gera farið hvenær sem væri ef ég skil þig rétt? segir Ingólfur. — Já, ég held ég geti játað því að mér hafi fundist það, en bæði er það að orðin segja ekki nákvæmlega það sem maður finnur og svo líka hitt að það sem mér fannst þarf ekki endi- lega að hafa verið rétt. — En þá yrðum við líka að viður- kenna að við vissum ekki neitt, vær- um engu nær, segir Hannes sem ég vissi að hafði orð á sér fyrir skarp- skyggni. Stefán flissar dálítið við þessa athugasemd. — Við skulum nú ekki segja það segir Ingólfur, ég held við getum ver- ið öruggir um að eitthvað sé hæft ' því sem hann segir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.