Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 95

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN — Já, auðvitað bætir Erlendur við. — Já, en ég get ekki séð að það segi okkur neitt ákveðið, neitt greini- legt. Hver var ástæðan? Vitum við hana með þessu? Það var Stefán sem talaði. Þó að þetta væri kannski dálítið heimsku- Iegt sem hann sagði, var ég feginn því og vonaði með sjálfum mér að hinir snerust á sveif með honum og að það yrði ekki farið lengra í þá átt sem ég hafði bent. Hinir sögðu fyrst ekkert og horfðu eins og ráðlausir fram fyrir sig og það hefur kannski gefið honum kjark til að halda áfranv — Vitum við nema hann hafi lent í ástarævintýri? Hann átti það til að gera það án þess að nokkur okkar vissi — og hann gat því alveg eins haldið því leyndu fyrir honum — svo hefur hann orðið fyrir svo miklum vonbrigðum að hann hefur ekki vilj- að lifa Iengur. Ég reyndi að láta ekkert á mér sjá. Ef ég vildi vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér varð ég að viðurkenna, að þessi möguleiki var ekki óhugsan- legur — eitthvað slíkt er mjög sjald- an óhugsanlegt en mér fannst það mjög ólíklegt. í framhaldi samræðnanna var ég opinn gagnvart þessum möguleika. Það sem á eftir kom var svo ómerkilegt að mér finnst ekki ástæða til að segja frá því hér. ★ Við hittumst einu sinni síðdegis Ég hafði stansað fyrir utan gluggann í ísafold, þar var stillt út erlendum bókum á útsölu og ég var að líta yfir það þegar ég vissi ekki fyrr til en hann stóð við hliðina á mér. — Er eitthvað sem þér líst vel á í þessu? sagði hann kankvíslega en um leið hlýlegri röddu. — Nei, eiginlega ekki, ekkert sem hefur hrifið athygli mína, sagði ég dá- lítið þreytu- og óánægjulega vegna þess að það var ekkert þarna nema ómerki- legir amerískir reyfarar skrýddir æsi- legum myndum sem ég vissi af gam- alli reynslu að áttu lítið sem ekkert skylt við innihaldið. Ég sneri mér frá glugganum og var feginn að hafa ekki lengur þessar yfirspenntu tilraunir til athyglisvakningar fyrir augunum. — Eigum við kannski að fá okkur kaffi einhvers staðar? — Já, ég hef ekkert á móti því. Við lögðum af stað vestur Austur- stræti, ég vissi ekki hvert hann stefndi en sá svo að hann gat ekki ætlað ann- að en í Naust. Eiginlega höfðum við ekki talast við lengi og það ekki að ástæðulausu því það væri of mikið sagt að segja að við værum kunningjar. Við þekkr- umst það var allt og sumt. Þegar ég var í þriðja bekk hafði einhver út- vegað mér hann til að hressa upp á þýskukunnáttu mína fyrir próf. Hann var þá ungur rithöfundur, búinn að senda frá sér eina eða tvær bækur. Fyrir stúdentspróf hafði hann svo les- ið með mér frönsku. En síðan eru nú liðin mörg ár og þá sjaldan við sá umst heilsuðumst við. Kannski kom það fyrir að við skiptumst á fáeinum orðum nokkrum sinnum, ég man það ekki svo greinilega. Þegar við vorum sestir hvor á móti öðrum, varð ég dálítið undrandi því mér fannst ég hafa fyrir augunum allt annað andlit en það sem ég hafði mynd af í huganum. Þetta andlit var líkt andlitinu sem ég hafði þekkt fyr- ir mörgum árum, líkt því en mér fannst það varla geta verið sama and- litið. En það var það samt, breyting- in var aðeins mjög mikil. Ég veit ekki hvort lýsingin á breytingunni sem ég gef núna er nákvæmlega það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.