Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 95
EIMREIÐIN
— Já, auðvitað bætir Erlendur við.
— Já, en ég get ekki séð að það
segi okkur neitt ákveðið, neitt greini-
legt. Hver var ástæðan? Vitum við
hana með þessu?
Það var Stefán sem talaði. Þó að
þetta væri kannski dálítið heimsku-
Iegt sem hann sagði, var ég feginn
því og vonaði með sjálfum mér að
hinir snerust á sveif með honum og
að það yrði ekki farið lengra í þá átt
sem ég hafði bent. Hinir sögðu fyrst
ekkert og horfðu eins og ráðlausir
fram fyrir sig og það hefur kannski
gefið honum kjark til að halda áfranv
— Vitum við nema hann hafi lent
í ástarævintýri? Hann átti það til að
gera það án þess að nokkur okkar
vissi — og hann gat því alveg eins
haldið því leyndu fyrir honum — svo
hefur hann orðið fyrir svo miklum
vonbrigðum að hann hefur ekki vilj-
að lifa Iengur.
Ég reyndi að láta ekkert á mér sjá.
Ef ég vildi vera heiðarlegur gagnvart
sjálfum mér varð ég að viðurkenna,
að þessi möguleiki var ekki óhugsan-
legur — eitthvað slíkt er mjög sjald-
an óhugsanlegt en mér fannst það
mjög ólíklegt.
í framhaldi samræðnanna var ég
opinn gagnvart þessum möguleika. Það
sem á eftir kom var svo ómerkilegt
að mér finnst ekki ástæða til að segja
frá því hér.
★
Við hittumst einu sinni síðdegis Ég
hafði stansað fyrir utan gluggann í
ísafold, þar var stillt út erlendum
bókum á útsölu og ég var að líta yfir
það þegar ég vissi ekki fyrr til en
hann stóð við hliðina á mér.
— Er eitthvað sem þér líst vel á í
þessu? sagði hann kankvíslega en um
leið hlýlegri röddu.
— Nei, eiginlega ekki, ekkert sem
hefur hrifið athygli mína, sagði ég dá-
lítið þreytu- og óánægjulega vegna þess
að það var ekkert þarna nema ómerki-
legir amerískir reyfarar skrýddir æsi-
legum myndum sem ég vissi af gam-
alli reynslu að áttu lítið sem ekkert
skylt við innihaldið. Ég sneri mér frá
glugganum og var feginn að hafa ekki
lengur þessar yfirspenntu tilraunir til
athyglisvakningar fyrir augunum.
— Eigum við kannski að fá okkur
kaffi einhvers staðar?
— Já, ég hef ekkert á móti því.
Við lögðum af stað vestur Austur-
stræti, ég vissi ekki hvert hann stefndi
en sá svo að hann gat ekki ætlað ann-
að en í Naust.
Eiginlega höfðum við ekki talast
við lengi og það ekki að ástæðulausu
því það væri of mikið sagt að segja
að við værum kunningjar. Við þekkr-
umst það var allt og sumt. Þegar ég
var í þriðja bekk hafði einhver út-
vegað mér hann til að hressa upp á
þýskukunnáttu mína fyrir próf. Hann
var þá ungur rithöfundur, búinn að
senda frá sér eina eða tvær bækur.
Fyrir stúdentspróf hafði hann svo les-
ið með mér frönsku. En síðan eru nú
liðin mörg ár og þá sjaldan við sá
umst heilsuðumst við. Kannski kom
það fyrir að við skiptumst á fáeinum
orðum nokkrum sinnum, ég man það
ekki svo greinilega.
Þegar við vorum sestir hvor á móti
öðrum, varð ég dálítið undrandi því
mér fannst ég hafa fyrir augunum
allt annað andlit en það sem ég hafði
mynd af í huganum. Þetta andlit var
líkt andlitinu sem ég hafði þekkt fyr-
ir mörgum árum, líkt því en mér
fannst það varla geta verið sama and-
litið. En það var það samt, breyting-
in var aðeins mjög mikil. Ég veit
ekki hvort lýsingin á breytingunni sem
ég gef núna er nákvæmlega það sem