Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 96

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 96
ÉIMREIÐIN mér fannst þá, ég held samt að hún sé mjög nálægt því. Pað sem ég sá þá og skynjaði mjög djúpt án þess þó að geta fært skynjunina yfir í orð, varð greinilegra seinna. Ég held að það hafi lítið sem ekkert bæst við. Andlitið var gráleitt og það var yfir því öllu einhver góðviljasvipur sem við nánari athugun kom mér fyrir sjónir eins og einhver vani eða vörn. Það er best að láta þetta snúa út það truflar hina minnst. Ekki af því góð- viljinn í sjálfu sér væri falskur, ég þóttist sannfærður um að svo væri ekki. En það var svo mikið annað sem vildi koma fram í andlitinu, svo mikið á bak við þetta yfirborð góð- viljans sem var jú hluti af manninum sjálfum en samt ekki hann allur. Mér sýndist eitthvað annað vera miklu stærra. En hvað^ Ég sá að það var þarna, ég skynjaði líka eitthvað, en ég gat ekki áttað mig á því. Fram- hluti andlitsins, munnurinn, nefið og umgerð augnanna minntu kannski mest á hann eins og hann hafði ver- ið, en það sem var þar fyrir aftan, kinnarnar, hakan og framhluti háls- ins, var feitt skvap, gráleitt, feitt skvap. Við fengum okkur molakaffi. Strax og kaffið var komið tók hann upp sígarettupakka og bauð mér. Við horfðum hvor á annan dálitla stund. Pað er að segja, ég leit flóttalega til hans nokkrum sinnum og skammaðist mín með sjálfum mér fyrir að vera að skoða þetta andlit og furða mig á breytingunni sem hafði orðið á því. Hann horfði ótruflaður á mig, jafn- vel dálítið óskammfeilinn, held ég, hann brosti líka og undir brosinu var líklega meiri kuldi en ég þorði að viðurkenna að ég fyndi. — Hvernig gengur að lifa? spurði hann og horfði beint í augun á mér. Mér fundust augu hans hafa misst lit. Pau voru orðin vatnskennd og dauf. — Pað gengur. — Með mikilli ánægju? — Nei, kannski ekki, en heldur engri sérstakri óánægju. — Hvað ertu að fást við? — Ég, ekkert. Ég vinn mína vinnu og geri lítið fram yfir það. — Lítið eða ekkert? Hann spurði dálítið hvasst. Ég vissi hvað hann átti við. Ég mundi eftir því að ég hafði sagt honum að mig hefði einu sinni langað til að verða mikill bókmenntagagnrýnandi, skrifa bók um nútímaljóðið á íslandi frá Jóhanni Sigurjónssyni til dagsins í dag og aðra um fagurfræðina í dróttkvæðunum. — Lítið. — Allur gamall metnaður gleymd- ur? — Nei, en maður þarf að vinna sína vinnu og ef maður ætlar að gera eitthvað sem stendur, eitthvað sem tekur mið af því sem hefur gerst 1 heiminum undanfarið er það ekki svo auðvelt hér og þar að auki dálítið kostnaðarsamt. — Ég skil, F.liot, Richards eða núna Barthés eru ekki daglegt brauð á íslandi. — Nei, og maður finnur hér ekki fyrir gustinum sem þeir valda. Maður verður að framkalla það allt sjálfur og það er svolítið þreytandi stundum. — Ég skil, en þú hefur sem se eitthvað gert? — Já, það er til grind, uppkast af mörgum köflum, sumt tilbúið, en m"r liggur ekkert á. Við skulum tala um eitthvað annað. Pegar ég var búinn að segja sein- ustu setninguna, var ég dálítið hissa á sjálfum mér fyrir frekjuna sem > 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.