Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Page 97

Eimreiðin - 01.07.1975, Page 97
ÉIMREIÐIN henni var, því í rauninni sat hér á móti mér maður sem ég hafði kann- ski síst ástæðu til að tala svona við, en þetta viðbragð mitt var vani. — Pú fyrirgefur, ég vil yfirleitt ekki tala um þetta, það er venjulega ekki til neins, ég er orðinn svo van- ur því að verjast öllu umtali um það að ég gerði það líka núna, þegar eng- in ástæða var til. Ég bið afsökunar. Hann brosti aðeins með augunum. — Nei, þú þarft ekki að biðjast afsökunar, alls ekki, ég er kannski versti maðurinn sem þú getur átt gagnlegt samtal við um þetta. Ég horfði ekki á hann, af ein- hverjum ástæðum hafði ég ekki kjark í mér til þess. Ég heyrði á því sem hann sagði, á því hvernig hann sagði það, að hann var ekki að sækjast eftir smjaðurslegri fullyrðingu um hið gagnstæða, að þetta var játning, ber játning sem merkti líka eitthvað ann- að en það sem hann sagði með orð- unurn, eitthvað sem ég vissi ekki hvað var þá. Ég sagði því ekki neitt fyrst, horfði á reykinn leggja upp af sígar- ettunni milli fingra minna, leit svo á hann. — En við getum talað saman fyrir því. — Pað má reyna það. — Hvað ert þú að gera? — Ég, lítið sem talandi er um, ég les prófarkir, þýði eitthvað fyrir jól- in eða fyrir blað. — Ekkert annað, engan skáldskap? — Nei, ekkert sem orð er á ger- andi. Eiginlega ekkert. Ekkert. Hann sagði seinasta orðið með mik- illi áherslu. Mér var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja með þessu. Var þetta vísbending til mín um að spyrja ekki meira um þetta eða var það vegna þess að honum fannst leið- inlegt, bæði að þurfa að viðurkenna það og að það skyldi vera svona. Mér fannst dálítið óviðkunnanlegt að spyrja svo nærgöngullar spurningar eftir að hafa ekki talað við hann svona lengi. Kannski gæfist tækifæri til þess síðar. Hann leit á klukkuna og svo á mig. — Má ég bjóða þér koníaksstaup? — Já, þakka þér fyrir. Hann kallaði á þjóninn og við feng- um ilmandi og gott franskt koníak. Hann vermdi það í lófa sér áður en hann drakk. Við töluðum ekki mikið saman á meðan við vorum að drekka það. Pegar við vorum búnir að því þurfti hann að fara eitthvað ákveðið. Við kvöddumst fyrir utan og hann fór sína leið suður Garðastræti. Ég held að hann hafi sagt að við sæjumst bráð- um aftur. Samt er ég ekki öruggur um það. Ég gekk af stað niður Vesturgöt- una. Mér hafði hlýnað pínulítið af koníakinu. Ég var eiginlega mjög undrandi með sjálfum mér. Ég var bara skrifstofublók sem var ekki leng- ur með. Maður sem var kominn út úr öllu sem hét líf þessarar borgar sem er svo miklu grimmara og mis- kunnarlausari en menn gera sér grein fyrir sem ekki hafa reynt það. Eink- um vegna þess hvað hún var lítil og hvað það er erfitt að vera óþekktur í henni. Maður verður að ganga þess- ar götur sem allir ganga, Bankastræti, Austurstræti. Pað er ekki hægt að komast hjá því. Stundum hataði ég þessar götut heilögu hatri. Hér að ofan hef ég gert smávillu. Petta er ekki borg, þetta er stórt þorp, ofvaxið þorp eða smábær með einni aðalgötu. Smábær. Ef maður er ekki alveg eins og all- ir hinir, duglegur kaupmaður, efni- legur lögfræðingur eða skemmtilegur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.