Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 99

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 99
ÉIMREIÐlN sem ég gerði heima hjá mér) talaði ég við sjálfan mig eins og ég var vanur að gera. ☆ Nokkrum vikum seinna var ég á leið heim úr leiðinlegu samkvæmi og átti leið framhjá einni af prentsmiðj- um bæjarins. Pað var komið fram vfir miðnætti og götur auðar. Áður en ég kom að dyrum prentsmiðjunnar sá ég hvar maður kom þar út stansaði á tröppunum og leit til himins. Pað var það rokkið að ég sá hann ekki nógu greinilega til að þekkja hann en um leið og hann tók sígarettupakkann upp úr vasa sínum og kveikti sér í vissi ég hver maðurinn var. Hann heyrði fótatak mitt og leit við. — Nei, komdu blessaður, gaman að sjá þig. — Blessaður. — Á hvaða leið ert þú? — Ég er eiginlega á heimleið. — Jæja, má ég bjóða þér heim upp á smáhressingu, te eða kaffi? Ég játti því auðvitað en sagði samt svona til að segja eitthvað: — Ég vona að það sé ekki of langt? — Nei, alls ekki, ég bý í Skugga- hverfinu. Á leiðinni þangað sögðum við ekki mikið. Ég reyndi að hrista af mér leiðindaskapið sem ég var í það hafði sest svo þungt að mér að ég varð að taka á til þess. Ég horfði upp í him- ininn og dró djúpt að mér andann. Það var lágskýjað og nóttin var mild. Heima hjá sér bauð hann mér sæti í djúpum hægindastól á meðan hann var að laga teið sem við höfðum kom- ið okkur saman um að drekka. Mér sýndist mest bera á orðabókum í bóka- hillunum. Það var lítið um bókmennt- ir. En bókmenntir eru jú settar sam an úr orðum þess vegna eru orðabæk ur kannski nóg. Það var mikið um eyður í hillunum þar sem bókmennt- irnar munu hafa staðið fyrrum, áður en hann seldi þær fyrir brennivíni eða pillum eða gaf þær fallegum strákum. Ég var kominn í gott losaralegt skap þegar teið var tilbúið og hann sestur í djúpan stól andspænis mér. Hann var alls ekki glaðlegur á svipinn svo ég reyndi að sitja á strák mínum. — Finnst þér gott að drekka te svona á nóttunni, áttu þá ekki erfitt með svefn? spurði ég. — Jú, stundum, en mér er alveg sama. — Hvað gerirðu ef þú getur ekki sofið? — Ég vinn ef ég hef eitthvað að gera, ef ég þarf að sofa af því ég þarf að gera eitthvað sérstakt næsta dag ligg ég og sé. — Sérð? Hvað? — Það sem kemur. Það sem ég sé þegar ég loka augunum í hálfsvefn- inum, doðanum. — Og hvað er það helst? — Ýmislegt, mest auðnir, endalaus- ar víðáttur, stundum líka ófreskjur eða hnettir á sveimi í geimnum. Slys í geimnum. Slys í tóminu. — Geturðu notað það til yrkinga? — Ekki mjög auðveldlega, myndir eru ekki ljóð. Svo veit ég heldur ekki hvort það er heppilegt efni í listaverk. Kannski fyrir málara, en ég er ekki málari og er orðinn of gamall til að læra að mála. Þó væri auðveldast að eiga við það í kvikmynd en ég er enginn maður til að fara að eiga við það. Og hef heldur engan áhuga á því. Til hvers ætti það að vera? Það er nóg að ég sjái einn, það kemur engum öðrum við. — Þykir þér vænt um það? — Nei, það get ég ekki sagt, fvrst 275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.