Eimreiðin - 01.07.1975, Page 101
EIMREIÐIN
daginn og gat því ekki gert þetta nema
utan míns vinnutíma. Ég einbeitti mér
því að því að staðsetja hann seinni
hluta kvölds um og eftir kl. 11, en á
þeim tíma virtist hann sjaldan vera
heima en oftast eftir miðnætti. Mér
tókst samt ekki að komast að því
hvar hann væri fyrir þann tíma. Lausn-
in kom samt eitt kvöld af algerri til-
viljun. Ég hafði asnast í bíó en fékk
smám saman nóg af myndinni og
ákvað loksins að fara út áður en henni
var lokið. Ég nennti ekki strax heim
og rölti því niður Ingólfsstræti í átt-
ina að sjónum. Datt allt í einu í hug
að líta inn á Landsbókasafn sem ég
hafði ekki gert lengi en leit á klukk-
una og sá að hún var að verða tíu svo
ég varð að hætta við það. Af ein-
hverjum ástæðum stansaði ég samt á
horninu hjá Alþyðuhúsinu og leit í
áttina að Landsbókasafninu eins og
mig langaði allt í einu svo mikið til
að sjá hvaða bókvitar og blaðaryksug-
ur kæmu út úr húsinu. Og viti menn,
ég var varla búinn að gera mér sjálf-
um ljóst hvað ég var að gera þegar ég
sé hann koma út um hliðið og eins
og stefna í áttina til mín. Ég vddi
ekki láta þetta líta út eins og gildru
fyrir aumingja manninn og hvessti
sjónir á Ingólf Arnarson og gekk yfir
Hverfisgötuna. Ég var ekki kominn
langt á gangstéttinni hinum megin
þegar hann náði mér.
— Góða kvöldið.
— Góða kvöldið.
— Á hvaða leið ert þú?
— Engri sérstakri. Ég var í bíó, en
myndin var svo leiðinleg að ég fór út
áður en hún var búin.
Á meðan ég sagði þetta hélt ég
ákveðið áfram í áttina að sjónum til
þess að gefa honum tækifæri til að
stansa og kveðja ef hann ætlaði jafn-
ákveðið í aðra átt.
— Er eitthvað skemmtilegt þarm
niður frá?
— Nei, sjórinn og Esjan.
— Já, það er nú það. Ég fer nú
oftast á kaffihús niðri í bæ og hitti
þar nokkra gamla kunningja.
Ég hafði náttúrlega ekki kjark í
mér tii að spyrja á hvaða kaffihús og
sagði því ekkert. Ég var ekki að neyða
manninn til að koma með mér. Alls
ekki.
— Er gott að vinna á safninu?
— Gott? Nei, þetta er gamall vani
Pað er oft mjög þreytandi, allt fullt
af krökkum, sem eiga erfitt með að
vera róleg.
— Já, ég hélt það, ég gafst upp á
því fyrir nokkrum árum. Ég fer þang-
að ekki nema ég þurfi nauðsynlega á
því að halda.
Ef til vill hefur hann gaman af að
hafa þessa krakka í kringum sig hugs-
aði ég með mér.
Pað er alltaf svolítið dimmt á milli
frystihússins og grænmetisverslunar-
innar. Pað var kannski þess vegna að
við þögðum á meðan við gengum þar
hjá.
— Við getum kannski rölt heim til
mín sagði hann þegar við vorum
komnir yfir Skúlagötuna, og fengið
okkur kaffi þar.
— Já, sagði ég, annars drekk ég
nú helst ekki kaffi á kvöldin.
— Skrýtnar þessar eyjar sem mað-
ur hefur varla nokkurn tíma komið
út í. Mig rámar í að hafa komið þar
sem barn, samt er þetta ekki nema
steinsnar frá landi.
— Já, það er rétt sagði ég. Ég held
ég hafi aldrei séð ljós í þessum hús-
um í Engey, en kannski sést það ekki
svona langt að.
— Ég veit það ekki, sagði hann
og við lögðum af stað inn eftir Skúla-
götunni.